Þetta veldur mér verulegum áhyggjum! En til er lausn ...

tshirt-22Þegar ég bjó erlendis kom upp svona mál við grunnskólann minn. Það sem gert var þar að myndir voru hengdar upp af gaurnum (myndin til hægri er bara dæmi), og þar sem ekki var til ljósmynd - þá var fenginn teiknari sem teiknaði út frá lýsingum af manninum. Eins var hverfisráðið eflt og komið á laggirnar svo kallað "Neighborhood Watch", þá skiptust nágrannar á um að vakta hverfið, spjald var sett í gluggann hjá þeim sem tók við vaktinni sem stóð í 2-3 daga.

Mörg slík spjöld voru alltaf í umferð og voru þetta beinir tengilaðilar við lögreglu ef þau sáu eitthvað grunsamlegt. Ekki var fólk þvingað í þetta og gat hver sem er sagt nei.

Þessi aðferð gafst afar vel því hverfisperrinn var einmitt nappaður af foreldri á vakt.

Eða hvað finnst ykkur? Ég er ekki að boða að setja á stofn lögregluríki en sem foreldri vil ég ekki sitja og gera ekki neitt!


mbl.is Reynt að nema barn á brott af skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

3 saman?? Ég hélt að þessir gæjar væru lónerar nánast undantekningalaust.  Mér finnst þetta í meira lagi einkennilegt.  Á ekki að vera vakt á skólalóðum?  Allavega myndavélar?  Þetta er hrollvekjandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í dag er 15. janúar.  Þetta skeður hinn 3. janúar og þá voru skólar ekki einu sinni byrjaðir.  Hverskonar frétt er þetta?  Maður botnar ekki í þessu.  Foreldrar ekki látnir vita en málinu vísað til barnaverndarnefndar?  

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er óhugnalegt.  Þetta er villa í fréttinni, þetta gerðist síðasta föstudag eða 11. janúar og á skólatíma nánar tiltekið í fríminutum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sem þýðir að það vantar fleira starfsfólk á skólalóðina....? Hvar var starfsfólkið?

Bryndís Böðvarsdóttir, 15.1.2008 kl. 12:23

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það hlaut að koma að því að ég yrði sammála Jóni Steinari, ég set einnig spurningarmerki við að þeir væru 3 saman í þessum ófögnuði. Því venjulega eru þeir jú lónerar ... en sammála er ég að koma upp einhverskonar myndavélakerfi. Er þetta ekki sögulegt Nonni minn? Að við skulum loks vera sammála um eitthvað? hehehe ... 

Nanna, takk fyrir að benda á þessa villu sem gerir reyndar málið alvarlegra vegna fjölda barnanna sem þarna voru.

Gunnar - takk fyrir innlitið og þennan glæsta texta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.1.2008 kl. 12:26

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bryndís! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.1.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Guðsteinn, þið Jón Steinar hafið áður verið sammála eins og með allt þetta fólk sem er að flytja til landsins. Þetta var hræðileg frétt og greinilega þarf að auka varnir gegn svona viðbjóðum. Líst vel á hvernig Kanadamenn leistu málin. (Mig langar aftur til Kanada) Gott að ekki fór illa í þetta skipti en það þarf að byrgja brunninn svo að barnið detti ekki ofaní brunninn. Börnin eru dýrmæt og það verður að vernda þau gegn margvíslegri ógn. Þetta dæmi segir allt sem þarf. Kannski smá augnablik sem viðkomandi gæsluaðili var ekki að fylgjast með og þessir perrar þarna á sama tíma. Svo kannski er gæslufólkið kærulaust en ég veit það ekki og þess vegna vissu þessir perrar að það væri möguleiki að reyna að plata þessa stúlku inní bíl til sín. Ég bý rétt hjá skólanum hér og ég sé að konurnar sem eiga að gæta krakkana eru út um allt að fylgjast með. Guði sé lof að stúlkan er heil.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.1.2008 kl. 14:33

9 Smámynd: Halla Rut

Góð hugmynd.

Skólayfirvöld létu aðra foreldra sem eiga börn í þessum skóla ekki vita af þessu fyrr en 10 dögum eftir að atvikið átti sér stað og þá vegna þess að fréttamaður fór að grennslast fyrir um málið. Þetta er það sem mér finnst ekki síður alvarlegt við málið. ATH að þetta var í þriðja skiptið sem eitthvað líkt þessu gerist í kring um þennan tiltekna skóla.

Ég sendi Laugarnesskóla þennan E-mail í dag:

Mikið er ég hissa á því að þið skylduð ekki vara aðra foreldra við þegar þrír menn reyndu að nema á brott átta ára nemanda ykkar.
Ég velti fyrir mér ástæðu þess.

Höfðuð þið ekki áhyggjur að mennirnir mundu reyna þetta aftur?

Kveðja Halla Rut
Áhugamaður um velferð og sameiginlega ábyrgð okkar á börnum.

Halla Rut , 15.1.2008 kl. 15:48

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - takk fyrir þitt! Mig langar líka til aftur til Kanada.

Halla Rut - glæsilegt framtak hjá þér! Ég vildi að fleiri gerðu svona! Og takk fyrir góða athugasemd.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.1.2008 kl. 16:40

11 identicon

Svo er fólk að tapa sér yfir því að settar eru upp öryggismyndavélar útum bæinn.Og gargar persónuvernd.Myndavélar sem víðast segi ég bara.Dóttir vinkonu minnar lenti í þessu í fyrra sumar og maðurinn fannst aldri.Hún var numin á brott af manni í bíl þar sem hún var á gangi með vinkonu sinni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:07

12 Smámynd: Linda

Ömurlegt alveg!  Þetta er með öll óásættanlegt. 

Linda, 15.1.2008 kl. 19:36

13 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalega sorgleg staðreynd og ég undraði mig einmitt á gæslunni á lóðinn og því aðgengi sem er inn á skólalóðina. 

Guðsteinn nágrannagæsla er mjög góð vakt sem grannar hafa fyrir hvern annann.  Götur eða hverfi eiga að auglýsa "hér er nágrannavakt" hlýtur að virka fráhrindandi fyrir gerendur!

Þegar lús kemur upp í skólum eru foreldrar látnir vita tafarlaust en þegar svona alvarlegt mál kemur upp sem hefur marfalt verri áhrif en lúsarbit þá fær enginn að vita fyrr en löngu seinna!  Hvað er að skólastjórninni?

www.zordis.com, 15.1.2008 kl. 21:14

14 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það getur verið erfitt að vera í þeirri stöðu að bregðast við svona hlutum, það ætti að vera samræmd viðbragðaráætlun við svona uppákomum, svo skólastjórnendur geti fumlaust framfylgt þeim.  Kannski er þetta eitthvað sem Menntamálaráðuneytið gæti haft frumkvæði af?

Myndavélar á skólalóðum ættu að vera sem víðast, það gæti verið gott vopn í baráttunni gegn einelti svo dæmi sé nefnt.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.1.2008 kl. 21:32

15 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er svo aldeilis,átti kannski bara að þegja þetta í hel og stinga hausnum í sandinn og vona hið besta.Þetta samfélag okkar er ekki alveg í lagi þessa dagana.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.1.2008 kl. 23:06

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:36

17 identicon

Sæll Guðsteinn. Það er óhætt að segja það að okkar þjóðfélag er að beygja af leið.  Ekki bara í þessum málum sem eru stóralvarleg,heldur öllu sem heitir manneskja,STÓR eða smá.

Okkar þjóðfélag er orðið svo afskræmt að það þarf að fara að taka á því,  OG því fyrr því betra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 06:24

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Og þess vegna verðum við að standa saman og hvetja Guðstein á þing og við eigum auðvita þá að kjósa hann.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 12:10

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mig á þing? hehehehe .. ég þakka hrósið Rósa mín, en ég hef það ekki í mér. Ég er ekki nógu óheiðarlegur til þess að geta fúnkerað í slíku umhverfi. 

En ég þakka öllum innlit og athugasemdir. í kvöld mun ég birta niðurstöðurnar úr minni umdeildu skoðanna könnun.  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.1.2008 kl. 14:58

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn. Þú átt að hreinsa til þarna eins og Jesús gerði þegar hann kom inn í helgidóminn.

Þá gekk Jesús í helgidóminn og rak út alla, sem voru að selja þar og kaupa, hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: "Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús en þér gjörið það að ræningjabæli." Matt. 21: 12.-13.

Áfram Guðsteinn; Áfram Ísland í handknattleik í kvöld.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 15:09

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þá segi ég bara eins og alvöru pólitíkus ... "ég get ekki svarað þessu á þessari stundu" !! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.1.2008 kl. 16:20

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn. Fyndinn.    

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.1.2008 kl. 17:21

23 identicon

Mér sýnist besta ráðið sé það, að kenna börnum að biðja bænir í upphafi skóladags, þar sem þau m.a biðja fyrir vernd sér til handa í skólatímanum .

Fræðsla samtakana 78 er bara til þess fallinn að laða meiri ósóma að skólanum frekar en ekki !

conwoy (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:08

24 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er alveg hræðilegt , og einmitt eins og skrifað er hér fyrir ofan 3 saman, óhuggulega skipulagt. það væri góð hugmynd með svona mynd, því þá eru saklausir ekki grunaðir, og fólk veit hvað það á að varast, og geta látið yfirvöld vita.

kær kveðja... hef skrifað til nokkurra um að vera með á bloggsýningunni, læt þig vita ef ég fæ svör !

BlessYou

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:38

25 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Svona mönnum er vorkunn, þeim hlýtur að líða hræðilega þegar þeir framkvæma svona níðingshátt að ræna litlu barni og skipuleggja verknaðinn í þokkabót.

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 21:39

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús á þig og þína fjölskyldu minn kæri bloggvinur.

Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband