Súkkulaðiköku uppskrift

Helga Guðrún Eíríksdóttir bað mig um súkkulaðiköku uppskrift, þessi er alls ekki þurr og mjög djúsí. Hana má nota fyrir skúffukökur sem og venjulegar súkkulaðikökur. Eftir leit hjá henni Bryndísi minni og ráðleggingar, þá er besta uppskriftin að hennar mati úr kökubók Hagkaups sem Jói Fel skrifaði fyrir nokkrum árum. 

En hér kemur uppskriftin:

best-chocolate-cakeHráefni:

150 g sykur
150 g púðursykur
125 g smjörlíki
2 stk. egg
260 g hveiti
1 tsk. matarsóti
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk salt
40 g kakó
2 dl mjólk

Krem:

500 g flórsykur
60 g kakó
1 stk. egg
80 g smjör
1 tsk. vanilludropar
2-4 matskeiðar kaffi (ef menn vilja)

Aðferð:

Vinnið vel saman sykur og smjör og setjið egg saman við eitt í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni, bakið í tveimur formum við 180°C í 19 - 22 mín. Kælið botnanna og gerið kremið. Krem; Bræðið smjörið og blandið öllu saman í hræriskálina, vinnið rólega saman þar til allt er slétt og fínt, smyrjið yfir og á milli. Gott er að bera fram með þeyttum rjóma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 umm, hlakka til að prófa þessa.  Þetta með kaffið í kremið er algjört æði, nota það alltaf

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

copy and paste og takk fyrir þetta.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 18:43

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ástarþakkir, kæru hjón! 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.9.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Hættur að reykja og byrjaður með köku vef...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 29.9.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... þú ert hrekkjóttur Eiki minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.9.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 587822

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband