Drepið mig líka, ég er skopmyndateiknari !

Ég fékk hroll þegar ég sá þetta, ef múslimar fá að ráða þá endum við skopteiknararnir í útrýmingarbúðum! Myndin sýnir að ég er ekki að grínast með að vera skopmyndateiknari, enda er þetta sjálfsmynd sem ég nota á MSNinu.

Skyssa ..

Í fréttinni stendur meðal annars:

„Við viljum sjá blóð þeirra renna niður götur Bagdad,“ sagði hann.

Einnig:

Abdul Muhid er sagður hafa verið leiðtogi mótmælendanna. Hann hrópaði „Sprengjum Bretland“ og veifaði skiltum sem á stóð „Gjöreyðum þeim sem móðga íslam“.

Mennirnir neituðu því að þeir væru öfgasinnaðir og að þeir hefðu einfaldlega verið hluti af mótmælendunum en ekki verið forsprakkar þeirra.

Fyrir þá sem eiga eftir að saka mig um eitthvert kynþáttahatur og fordóma, þá vísa ég því til föðurhúsanna, því fréttin segir sig sjálf !! Þetta er hættan við öfgar, sama hverjar þær eru!


mbl.is Fjórir dæmdir í fangelsi vegna skopmyndamótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Jamms ég er sammála þér, en þetta eru nátturulega öfgatrúarmenn.  Sem betur fer eru ekki allir múslimar svoleiðis, en þeir sem eru svona eyðileggja vissulega mikið fyrir hinum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2007 kl. 14:46

2 identicon

Það er ekki verjandi fyrir nokkurn mann að ætla að kalla þig né aðra kynþáttahatara fyrir það eitt að fjalla um þann sannleika að hvergi koma fram meiri öfgar hjá nokkrum öðrum aftur og aftur en einmitt hjá róttækum múslimum.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, það er nú málið Nanna, það eru vissulega til yndislegir múslimar, og reyndar þekki ég þó nokkra sem eru bara frábærir. En eins og þú segir, það eru alltaf einhverjir sem eyðilegja fyrir hinum.

Takk fyrir þessi orð Stefán, það mikill styrkur fyrir mig í þeim. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.7.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ef þessir ágætu menn segjast ekki vera öfgasinnaðir... úps, þá vil ég aldrei lenda í öfgasinnuðum ofsatrúarmönnum. Svo fussar fólk yfir Gunnari í Krossinum!

Minnir mig á veggjakrotið, hvar stóð "HENGJUM ALLA ÖFGASINNA!"

Ingvar Valgeirsson, 18.7.2007 kl. 15:00

5 identicon

Ekki sér maður myndbönd af Gunnari í krossinum vera skera lappir og hendur af lifandi fólki heldur.

björn (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:09

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Segjum sem svo að deild í trúarsamtökum tæki upp á  því að sprengja flugvélar, hóta skopmyndateiknurum, og segðu "óvinveittum" þjóðum stríð á hendur og þar með öllum þegnum þess enda réttlætir þessi herskáa deild dráp á saklausum borgurum á svipaðan hátt og þegar bandamenn vörðuðu sprengjum á þýskar borgir í seinni heimstyrjöldinni til að sigrast á Hitler.

Munurinn á Ku klux Klan, Baader Meinhof, IRA og þessari "deild" og öðrum hryðjuverkasamtökum er að hún starfar í skjóli trúfrelsis og þar með eiga "trúsystkini" sem ekki eru hlynnt hryðjuverjunum erfitt með að  fordæma þau og sá sem það gerir veður bara eins og hver annar skopmyndateiknari en það er bara auðveldara að ná honum.

Benedikt Halldórsson, 18.7.2007 kl. 15:20

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt Benni, þegar trúfrelsi er misnotað á þennan hátt, þá er það ekki trúfrelsi lengur, það þýðir að þeir sem eru ekki öfgasinnaðir heldur eru hófssamir gjalda fyrir verk hinna, og þora ekki að storka þeim. Takk fyrir þitt góða innlegg Benedikt.

Björn, góður punktur, þú sérð hann heldur ekki skjóta konur í hausinn á íþróttavöllum bara til þess að fá skilnað. En það er reyndar öfgadæmi sem ég tók núna. 

Ingvar, góð rök hjá takk fyrir það. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.7.2007 kl. 15:32

8 Smámynd: Linda

Þó er það ekki óalgengt að fólk er kallað öllum illum nöfnum fyrir það eitt að vara við öfgum sem fylgja þessari  trú.  Það var á þessu ári teiknimynda samkeppni í Íran um Helförina og Gyðinga, þetta voru ljótar myndir sem gerðu grín að þjáningum þeirra sem voru myrtir að beðni Þjóðverja.  Ég sá þessar myndir á netinu, og ég hugsaði, iss hvað þetta er ljótt, enn ekki langaði mig til þess að drepa Írana fyrir að teikna svona, eiginlega bara vorkenndi þeim.  

þegar við tölum um öfga Múslíma, er besta að við notum orðið Íslamistar, því eins og þegar við hlustum þá fer sama filter í gang þegar við lesum og í stað þess að fólk lesi "öfga Múslími" þá les það "Múslími" og voila, eldur á þurrt gras" FORDÓMAR, RASISMI"   svo auðveldum þeim sem finnst þetta eitthvað torskilið og notum "Íslamisti" þegar talað er um vonda múslíma

Linda, 18.7.2007 kl. 16:01

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir ykkar frábæra fróðleik Skúli og Linda. Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá ykkur, það er ekki spurning!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.7.2007 kl. 10:14

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Lög um trúfrelsi mættu hljóma eitthvað á þessa leið "þú mátt trúa á hvað sem þú vilt - eða ekki - svo lengi sem þú virðir rétt annara til að hafa aðrar skoðanir en þínar og drepur þá ekki fyrir það".Allir sammála?

Ingvar Valgeirsson, 19.7.2007 kl. 16:27

11 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef það er rétt að Múhameð/Allah hvetji fólk til að myrða fólk sem hefur enga trú, þá þarf að endurskoða lög og reglur um trúfrelsi í vestrænum heimi, stendur það svart á hvítu að trúleysingjar eigi að verða líflátnir ?

Sævar Einarsson, 20.7.2007 kl. 09:48

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sævar, þetta er beint úr kóraninum: 

Vers 9:123 - "Believers, make war on the infidels who dwell around you."

Vers 47:3 - "When you meet the unbelievers in the battlefield strike off their heads and, when you have laid them low, bind your captives firmly."

Vers 48:29 - "Muhammad is Allah's apostle. Those who follow him are ruthless to the unbelievers but merciful to one another."

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.7.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband