Og hver er þessi Odd Nerdrum? - Samantekt.

OddNerdumOdd Nerdrum fæddist í Olsó 1944 og er talinn til hóps "figurative" málara, eða fígúru listamann. Hann nam listnám sitt við  Listaháskólann við Osló, eftir það fór hann að þróa eigin stíl og litafræði. Hann var ekki á alls sáttur við Norðmenn og hefur neitað norskum blaðamönnum viðtöl svo árum skiptir.  Hann er orðinn Íslenskur ríkisborgari og hefur haldið sýningar á Listhátíðum hér á landi sem og víðar.  

Nerdrum segist vera "Kitsch" málari sem þýðir að hans verk eru skör lægri en önnur, hann telur hans list vera "ódýra" og vill ekki kenna sig við bestu málara heims. En hver dæmi fyrir sig um þessi atriði, mér finnst hann persónulega hafa stórbrotinn stíl og tel ég hann með þeim merkuru málurum Noregs, meira að Edvard Munch, 1776–1839 (sem gerði "Ópið") fellur jafnvel í skuggann á honum í sumum verkum.

Hér ber að líta smá samantekt á verkum Odds Nerdum í gegnum tíðina (Smellið á myndirnar til þess að stækka þær):

5_singing_womenOdd-divine
Fimm sönglandi konur   The Divine
odd-konasleeping_prophet
Sleeping womanSpákonan sefur
 the_kisssummer
KossinnSumar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Allar myndir tók ég heimasíðu Odd Nerdrums, og bera þær vitni um stórgóða hæfileika Odds.


mbl.is Nerdrum lét ekki sjá sig á blaðamannafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð lesning, takk fyrir þetta.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta góðar myndir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2007 kl. 21:59

3 Smámynd: Þarfagreinir

Hann Odd(ur) er mjög sérstakur listamaður, það verður ekki af honum skafið. Ég hef gaman af honum, og hann er sannarlega vandaður, en þráhyggja hans fyrir nekt finnst mér dálítið truflandi. En það er kannski bara til marks um að þetta er sönn list; hún á að hreyfa við fólki á einn eða annan hátt.

Þarfagreinir, 31.5.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir innlitinn Ásthildur og Hrafnkell.

En Halldór minn, það er rétt hjá þér, Odd(ur) er með þráhyggju fyrir nekt. En ég vil benda á að meistaraverk Guðs er einmitt mannslíkaminn, hitt er annað hvernig það er útfært. Ég hafði það ekki í mér að setja sumar myndir hans á bloggið mitt, hann er svo grófur á köflum að það nær ekki tali ! En þetta er bara list og ber að taka henni sem slíkri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2007 kl. 22:07

5 identicon

Svo lengi sem hann málar ekki sjálfan sig nakinn er hann ágætur bara ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 22:17

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Öhömm ... það er einmitt sú mynd sem ég setti ekki inn Doktor, hann málaði sjálfann sig með þessa líka roknu standpínu ! Sú mynd var flestum strætóskýlum í Reykjavík ekki alls fyrir löngu. Myndin sem um ræðir er hér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2007 kl. 22:31

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ekki má gleyma að hann keypti líka glæsilegasta hús Reykjavíkur...Borgarbókasafnið, og býr þar.

Það voru reyndar stór mistök hjá borginni að selja það hús og líka heilsugæslustöðina á Barónsstíg......en það er nú önnur saga ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:34

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hann er frábær listamaður og jafn flinkur með pensilinn og margir gömlu meistaranna. Ég er þó ekkert sérstaklega hrifinn af því hvernig hann sér sjálfan sig nakinn, þótt myndirnar séu vel gerðar  Góður pistill hjá þér. Kveðja.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:36

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Var það hann sem keypti borgarbókasafnið? Tekk fyrir þær upplýsingar Eva, ég hafði ekki hugmynd um það. En ég tek fram að við erum á sömu skoðun að finnast þessar sölur borgarinnar mistök.

Takk Magga mín !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.5.2007 kl. 22:51

10 identicon

Ouch það var pína að sjá karlinn með standara mar.. sheesh :-)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 08:58

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég þekki þennan listamann ekki mikið, hef þó séð hann af og til í íslenskum blöðum. ég veit nú ekki alveg hvað mér finnst um hann sem listamann, en hef alltaf svolítið gaman af þegar líf fólks verður eiginlega stærsti hluti listarinnar. það er nauðseinlegt með svona karaktera sem setja svip sinn á mannlífið og listalífið og eru oft á tíðum á allt annarri línu en aðrir listamenn á sama tíma þeir ögra oft öðrum listamönnum, sem er oft á tíðum mjög holt, því það skapast umræður um hvað er góð list og hvað er vond list. mín meinin um góða eða slæma list er sú , að það sé ekki nein góð eða slæm list, það er til einn og annar smekkur og stíll, eins og það er til einn og annar sannleikur (þar að segja sannleikur a mörgum plönum), allt eftir því hver horfir, og finnst og hvar þú ert sem bæði manneskja og myndlistamaður. það er sorglegt með borgarbókasafnið, þetta líka frábæra hús farið úr eign borgarbúa, hafa borgarbúar ekkert haft að segja um þessa sölu ?

L jós og Kærleikur til þín Guðmundur.

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 06:55

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst standpínumyndin hans standa upp úr, þ.e.a.s. ég man hana betur en aðrar myndir hans - ber að taka fram að það er frekar vegna sérstöðu hennar, hversu ólík hún er öðrum listaverkum, heldur en áhuga undirritaðs á annara manna holdrisi. En sú greip athygli mína, sem og annara, það er óumdeilanlegt.

Ingvar Valgeirsson, 2.6.2007 kl. 13:07

13 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég er svo heppin að eiga mynd eftir Stefán lærling hans. Tek undir snild Odds. Stefán hefur lært mikið af honum og hefur þennan mistíska undirtón 

Varðandi nektina þá er í list nekt falin og opin. Munch var með svo gott í öllum sínum verkum nekt eða kynferðislega tilvitnanir. Gerði hann þetta mjög meðvitað. Skoðum bara tungl glampann í sjónum... eða Madonu myndina sér í lagi ramman...Munch var ein að þessum mönnum sem var klikkaður snillingur.

P.s smáaðalatriði Munch fæddist 12 des 1863 og lést jan 23 1944 Leiðréttist það hér með.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 8.6.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband