Kristindómur og samkynhneigð

Mér var brugðið núna í morgun, þegar ég mætti til vinnu í morgun. Þar beið eftir mér MSN færsla frá samkynhneigðri vinkonu minni. Hún benti mér á að allir væru jafnir frammi fyrir Guði. Sem er hárrétt. Þá benti hún mér á að ég væri á bls. 10 í mogganum í dag, þá var mér ennþá meira brugðið. Ég hafði ekki hugmynd um þessa birtingu, og var ég stilltur með tveimur öðrum sem voru ekki sáttir við niðurstöðu prestastefnunar. Ég leit út eins fordómafullur rasisti við hliðinna á þeim, ég var ekki sáttur við að fá ekki að ráða neinu um þessa birtingu.

womenEftir þarfar útskýringar þá sættumst við og erum jafn góðir vinir nú og við höfum alltaf verið. Hún skildi sjónarmið mitt og ég hennar. Enda er hún mjög góður vinur minn, ég elska hana sem slíka. Hún hefur alltaf verið mér til handa sem stoð og stytta. Guð blessi hana.
En hafi það farið svo að ég hafi sært einhvern með skrifum mínum, sérstaklega samkynhneigða og aðstandendur þeirra, þá bið ég þá innilegrar afsökunar.

Ég tek fram að ég er ekki að tala fyrir hönd neins safnaðar eða þjóðkirkjunnar. Þetta hér að ofan er einungis mín skoðun og ekkert meira en það.
En fyrst nokkrar staðreyndir sem ég hef séð aðra fullyrða um fyrir okkar hönd:
"Sanntrúaðir eru hrokafullir mannhatarar og traðka á mannréttindum annara"
Fólk sem hefur ekki kynnt sér okkar sjónarmið segir oft svona hluti, en málið er einfaldlega það, að við trúum á þau gildi sem Jésús og lærisveinar hans boðuðu.
Það er satt að segja erfitt að þýða ritningarstaði eins og Bréf Páls til Rómverja 1:23-27, grískan er afar óljós (að mati ýmissa fræðimanna) og eru margar kenningar uppi um meiningu hennar. Einmitt vegna þess að engum fræðimanni hefur ennþá tekist að sýna afdráttarlaust meiningu grísku texta NT sem snúa að samkynhneigð, er kirkjan klofinn í skoðunum sínum, sumir segja þetta rétt aðrir ekki. Sem þýðir auðvitað að annar hvor hópurinn verður að láta í minni pokann að hverju sinni.

Hefðirnar gefa hinsvegar skýrari mynd af þessu. Þessi skoðun kristinna á samkynhneigðum hefur viðgengist í ca. 2 þús ár og ætti ekki að koma neinum á óvart. Hvergi er talað um í ritum kirkjufeðranna að samkynhneigð í nokkurri mynd hafi verið liðin. Hefðin er það sem kirkjan hefur kennt í genum tíðina og eru engin fordæmi þar um að samkynhneigð hafi nokkurn tíman verið liðin.
Maðurinn er musteri heilags anda og Guðs sköpun samkvæmt ritningunni. Samkvæmt upphaflegum fyrirmælum Guðs orðs, átti maðurinn yfirgefa foreldra sína og búa með konu sinni, þau áttu svo að margfaldast og uppfylla jörðina. Öll þau ummæli um hjónaband samkvæmt Guðs orði, taka mið af því að það sé verið að tala um karlmann og kvenmann. Ekkert fordæmi eru fyrir blessun Guðs á samkynhneigðum í þessu sambandi.

Þau orð sem gagnrýna að maður leggist með karlmanni og kona með konu í Nýja testamentinu, hafa fræðimenn bent á að mögulega sé hægt að snúa því upp á karla að nýðast á ungum piltum (allavega í tengslum við karlmennina). Í þeirri umræðu er hinsvegar talað eins og hinn Gríski heimur í kringum Kristsburð hafi ekki þekkt þá samkynhneigð, þar sem um er að ræða tvo fullvaxna og sjálfviljuga karlmenn. En svo er ekki rétt. Sú samkynhneigð var líka til og ekkert því sem sannar þessa tillögur fræðimanna, að þarna sé bara um barnaníðinga að ræða.

Hafa fræðimenn bent á að þau orð sem notuð hafa verið um þetta líferni í ritningunni, samræmist ekki þeim orðum sem notuð eru í hinu gríska samkynhneigða samhengi, sem hefur ruglað menn enn fremur og gert þýðingu á þeim torvelda. Er því hægt að þræta um túlkun á þessu endalaust. Semsé ef maður vill finna einhverja túlkun út úr ritningunni getur maður, með allskyns hagræðingum á grískunotkun síns tíma, komist að þeirri niðurstöðu sem maður vill.

Vandinn er hinsvegar sá að við þurfum að skoða þetta út frá sögulegu samhengi sínu líka. Eins og gert hefur verið með það að konur megi ekki predika. Það getur t.d. ekki átt við í dag, vegna þess að staða kvenna hefur einfaldlega breyst, sem gerir þær vel til þess hæfar að predika til jafns við karlmenn. Hinsvegar er ég ekki að segja að þar með sé samkynhneigð leyfileg og að allt sé úrelt sem ritningin segi. Heldur er ég að segja að sumt er ekki hægt að yfirfæra yfir á nútímann, en þó er ekki svo með sagt að samkynhneigð sé þar á meðal.

Fræðimenn og prestar innan þjóðkirkjunnar vilja því meta stöðuna á fræðilegum forsendum. Þeir vilja athuga út frá þýðingunum og sögulegum túlkunum á þeim hvort að smuga sé að bann við samkynhneigð í einvherri mynd eigi ekki við í dag.

Út frá hinni sögulegu athugun á þessu þurfa menn því að spyrja sig, hvers vegna Guði hafi þótt þetta líferni gagnrýni og refsivert. Við verðum að skoða þetta út frá sjónarhorni hins guðlega inn í aðstæður þessara tíma. Hvað gat líferni slíks fólks haft í för með sér sem ógnaði hreinleika musteris heilags anda (líkamans) og vegsemd sköpunnar hans. Gat það verið heilsusamlegt atriði? Getur verið að Guði hafi mislíkað hvernig líffæri, sem ætluð voru til eins verks voru notuð til annars, sem jafnvel gat skaða þau? Getur verið að Guð hafi séð að út frá þessu líferni fylgdu kynsjúkdómar, sér í lagi sakir skorts á þekkingu á hreinlæti í tengslum við sjúkdóma. Þannig má t.d. rökstyðja bann við svínakjötsáti (sem gat borið með sér ormasmit).

menKannski á þetta af þeim sökum ekki við í dag?  Fræðilega séð getum við getum ekki vitað það fyrir víst. Ekki viljum við því breyta Ritningunum og boðun hennar án þess að hafa til þess ófrávíkjanlega fullvissu um að verið sé að breyta til upprunalegri og réttari þýðingar.Við vitum þannig fræðilega séð ekki hvað Guð sjálfur mundi segja um þetta í dag og því fer oss fjarri að fara að dæma þetta fólk, sem elskar sinn Guð og vill fá blessun hans og ást. Þessvegna er kirkjan að hika við að leyfa hjónavígslu samkynhneigðra.

Því verðum við að spyrja hvort samband þeirra megi flokka undir hið biblíulega heilaga hjónaband sem byggir á stofnun Guðs. Þessi sáttmáli þar sem fram koma bein fyrirmæli um að maður og kona skuli mynda hina heilögu guðlegu stofnun hjónaband.

Á meðan kirkjan getur ekki sannað að þessir grísku textar séu rangir, þá geta þeir heldur ekki verið fullvissir að þeir séu að gera rétt með því að leyfa giftingu samkynhneigðra. Með því eru þeir að lýsa yfir samþykki sínu yfir atriði, sem þeir eru alls ekki sjálfir vissir um að séu réttir.

Þess vegna fór þetta svona, þess vegna er þessi óráðssía hjá prestastéttinni. Þess vegna fullyrði ég að þetta hefur ekkert með hluti eins og mannréttindi að gera. Þess vegna fullyrði ég að kirkjan sé ekki að dæma samkynhneigða sem einstaklinga á nokkurn hátt. Þetta er innbyrðis vandi, sem þarf að skoðast út frá guðfræðilegu samhengi, og sem á eftir að leysa úr. Því vilji kirkjunar til þess að framkvæma eitthvað, sem þeir eru ekki vissir um að sé rétt að gjöra, er ekki til staðar. Þeir eru vitaskuld varkárir, því fáar eru þær kirkjur sem hafa tekið þetta skref. Vandi þjóðkirkjunar er ekki bara hér á Íslandi, þetta er vandi sem er glímt við um allan heim. 
 
krossÞess vegna finnst mér óréttlátt þegar við mig er sagt, að samkynhneigðir hafi tilfinningar og geti elskað alveg eins og gagnkynhneigðir. Auðvitað geta þau það, enginn hefur haldið öðru fram.  Málið snýst bara ekki um ást eða hatur á nokkurn hátt! Þetta er innbryrðis vandi sem á eftir að leysa úr. Það er enginn að hata neinn með því. Þetta snýr einungis að óvissu kirkjunnar í fræðimennsku sinni, um hvað má og hvað má ekki.

Þessvegna fagnaði ég þessari niðurstöðu kirjunnar, að leyfa ekki hjónavígslu þeirra án þess að hafa fyrir því ófrávíkjanleg rök. Ekki sakir fordóma eða haturs, heldur sakir virðingar fyrir þeirri trú sem er mér kær.  Fyrst ég sjálfur sé ekki þessi ófrávíkjanlegu rök, get ég ekki heldur samþykkt þetta líferni, en það breytir ekki kærleika mínum til þessa fólks. Ég get heldur ekki sagt neitt til um það hvernig Guð dæmir þau.

Við erum jú réttlætt af náð fyrir trúna á hann og er það hann einn sem veit hvort hjörtu okkar hafa til að bera þann kærleika sem honum þóknast. Við getum ekki bent á náungan og sagt að synd hans er verri en mín. “Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steinunum....”
Að lokum vil ég benda á að kirkjan blessar sambönd samkynhneigðra, hún gerir það til þess að blessa tvo ástfangna einstaklinga óháð kynhneigð. Allt sem þarf er ást til þess að fá slíka blessun.
Guð blessi ykkur öll, þó sérstaklega samkynhneigða ! 

Vegna góðrar ábendinga frá bloggvinum sé ég að ég skilaði ekki meiningu minni nógu skýrt í fyrri grein, ég birti því hér endurskrifaða útgáfu sem segir minn hug og meiningu betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Nú situr þú í því..grindverkið er notalegt væntalega, enn vel úthugsuð grein sem á ekki að særa bliðgunarkennd samkynhneigða.  Enn Guðs? Þú ert út um allt í þessari grein ég er ekki alveg að átta mig á henni.  ætla lesa hana aftur.  "Guð blessi ykkur öll, segir þú "þó sérstakelga þá samkynhneigðu"? ahverju ef við erum söm fyrir Guði hví þurfa þeir þá sérstaklega blessun. 

Ég bið öllum blessunnar og ég reysti því að Guð sé búin að leysa þennan innbirðisvanda sem þú talar um.

Knús.

Linda, 27.4.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Linda

mikið er talað um grískuna, hér er þýðing úr Biblíu sem hetir The Message, hún er skemmtilega og lifandi og sá sem þýddi hana þýddi beint up úr grísku enda lærðu í forngrísku og fræðum tengdum henni.  Ég held að innbirðisvandi er aum afsökun. hér fyrir neðan er finna hluta af þýðingu Rómverja bréfsins sem þú bendir á.

 24-25So God said, in effect, "If that's what you want, that's what you get." It wasn't long before they were living in a pigpen, smeared with filth, filthy inside and out. And all this because they traded the true God for a fake god, and worshiped the god they made instead of the God who made them—the God we bless, the God who blesses us. Oh, yes!

 26-27Worse followed. Refusing to know God, they soon didn't know how to be human either—women didn't know how to be women, men didn't know how to be men. Sexually confused, they abused and defiled one another, women with women, men with men—all lust, no love. And then they paid for it, oh, how they paid for it—emptied of God and love, godless and loveless wretches.

 28-32Since they didn't bother to acknowledge God, God quit bothering them and let them run loose. And then all hell broke loose: rampant evil, grabbing and grasping, vicious backstabbing. They made life hell on earth with their envy, wanton killing, bickering, and cheating. Look at them: mean-spirited, venomous, fork-tongued God-bashers. Bullies, swaggerers, insufferable windbags! They keep inventing new ways of wrecking lives. They ditch their parents when they get in the way. Stupid, slimy, cruel, cold-blooded. And it's not as if they don't know better. They know perfectly well they're spitting in God's face. And they don't care—worse, they hand out prizes to those who do the worst things best!

Linda, 27.4.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mjög athyglisverður pistill hjá þér og vel skrifaður. Það sem virðist ekki ganga að fá fólk til að huga að varðandi samkynhneigða er að þeir hafa alltaf verið til og verða alltaf til. Samkynhneigð fyrirfinnst í dýraríkinu og hefur það verið rannsakað og gert um það heimildarmyndir að mig minnir á Discovery. Þarf að hafa upp á þessu efni. Samkynhneigðir hafa verið úthrópaðir, þurft að sæta háði og spotti og jafnvel hafa þeir verið drepnir fyrir að vera þeir sem þeir eru. Það sem fer líka fyrir brjóstið á mörgum er að samkynhneigðir eiga börn.  Hvernig koma þau út í þessari umræðu? Foreldrar þeirra hafa ekki sama rétt og aðrir. Ég segi, stígum skrefið til fulls og veitum samkynhneigðum full réttindi á við aðra. Verum leiðandi í þessum málum í heiminum og förum fram með góðu fordæmi sem verður öðrum til eftirbreytni. Knús til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

p.s. Getur Mogginn birt efni frá fólki hér á blogginu án þess að spyrja? eða myndir af því, vitna í efnið þeirra? Ef svo er hafði ég ekki hugmynd um það. Finnst skrítið ef svo er, þar sem efnið á að vera verndað af höfundarréttarlögum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 20:41

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kæri Guðsteinn, nú hefurðu látið einhvern tala þig til ! "Einmitt vegna þess að engum fræðimanni hefur ennþá tekist að sýna afdráttarlaust meiningu grísku texta NT sem snúa að samkynhneigð, er kirkjan klofin í skoðunum sínum," segirðu. Þetta er algerlega ofmælt. Endurskoðunarguðfræðin, sem reynir að brjóta niður skilning og túlkun kirkjunnar á textunum, er afar ungt fyrirbæri í kirkjusögunni, sérstaklega í þessu efni, og nýtur hvergi meirihlutastuðnings í neinu alvöru-kirkjusamfélagi ("fringe churches," eins og einhverjar í Kaliforníu, tel ég ekki með, heldur allar stóru meginfylkingarnar og allar megindeildir lútherskrar kirkju).

Eins og Hieronymus kirkjufaðir átti létt með að skilja Pál, þegar hann gerði sína Vulgata-þýðingu, þannig á að vera eins með okkur, ef við leggjum það á okkur að læra grískuna og lesa úr þessu. Eins ber að skilja Pál í Róm. 1.

26-27 með hliðsjón af leiðsögn hans í I. Kor. 6.9-11 og I. Tím.1.10 (og beinum bakgrunni hennar í III. Mós. 18.22): samkynja kynmök eru "out", ekki "in", í Heilagri Ritningu; menn lesi svo samhengi allra þessara versa í Biblíum sínum til að sjá alvöru málsins.

Ekki er ég kominn langt í að fínkemba grein þína, en læt þetta nægja sem upphafs-innlegg. Guð blessi þig og gefi þér vizku og skilning.

Jón Valur Jensson, 27.4.2007 kl. 20:46

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Og í guðanna bænum láttu ekki Jón Val heilaþvo þig. Þú ert yndæll og farðu ekki sömu leið og hann. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.4.2007 kl. 21:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru góðir sprettir í pistli þínum, Guðsteinn, þótt víða sértu of miklum efa haldinn. En þessi setning þín t.d. lýsir misskilningi: "Þeim orðum, sem gagnrýna að maður leggist með karlmanni og kona með konu í Nýja testamentinu, hefur mátt snúa upp á karla að níðast á ungum piltum (allavega í tengslum við karlmennina)." -- Orðið arsenokoites í I. Kor. 6.9 og I. Tím. 1.10 merkir mann, sem leggst til samræðis við karlmann, ekki við pilt. Stofninn arsen merkir beinlínis karlmann, aldrei dreng og ekki pilt. Þess vegna er Páll ekki að ræða hér drengja/pilta-áníðslu né "paidofílíu".

Gagnlegt er hjá þér í greininni að velta upp spurningunni, "hvers vegna Guði hafi þótt þetta líferni gagnrýni- og refsivert" (ég mundi að vísu ekki nota orðin "hafi þótt" um eilífa alvizku Guðs), og tengja það heilsufarsmálunum. Menn geta bara ímyndað sér það, á þeim tímum, mörgum öldum fyrir viðhlítandi þekkingu manna og aðstöðu til að gæta góðs hreinlætis. Raunar er ástand þeirra mála jafnvel nú á dögum fjarri því að vera 90-100% gott yfir línuna.

En duglegur ertu að fjalla um þetta skilmerkilega, láttu engan hræða þig frá því.

Jón Valur Jensson, 27.4.2007 kl. 21:12

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur

Með þessum orðum sem þú vitnar í, er ég að vísa til hinna íslensku fræðimanna sem hafa haldið ráðstefnur um þetta á forsendum biblíutúlkunnar út frá frumtextanum. Nú veit ég ekki betur sjálfur, þar sem ég hef ekki lært grísku. Hef ég aðeins lesið skrif þessara manna um það hvernig þeir telja að mögulega sé hægt að túlka þetta, með tilliti til samkynhneigðra.  En eins og ég tók fram, þá getum við ekkert sannað í þá veru og því alls ótryggt að ætla að leggja nýjann skilning í núverandi túlkun á þessu.

Hinsvegar grundvallast kristnin á kærleika og ber því ekki að hata neina mannsál vegna þessara hneigða.  Við verðum að muna þá niðurstöðu sem Ágústínus kirkjufaðir komst að í deilu donatista og kaþólika. Við getum ekki dæmt fólk. Kirkjan verður alltaf blandað samfélag og ekki okkar að dæma, heldur Guðs sem skoðar "uppskeru"  sína þegar upp er komið.

Ég er ekki að leggja blessun mína yfir giftingu samkynhneigðra og er ekki leggja dóm á skoðun ritningarinnar gagnvart samkynhneigð yfir höfuð. Ég er aðeins að benda á þá atburði sem hafa átt sér stað í þessari umræðu og er að benda á það sjónarhorn sem klýfur kirkjuna í tvennt í skoðunum sínum. Einnig til þess að hreinsa upp þann misskilning að kristnir séu haldnir slíku hatri í garð samkyhneigðra eins og Margrét er mjög dugleg að blogga um.

Linda takk fyrir þitt innlegg og bið ég þig um að lesa betur yfir greinina, ég held þú sért e-ð að misskilja meiningu mína.

Margrét, ég vona sannarlega að þú látir af þínum hatursskrifum og fordómum í garð okkar kristinna. Ég vona þetta verði til þess að þú sjáir að við erum ekki dæma neinn eða traðka á mannréttindum. Trú snýst ekki eitthvað sem mótast af hagsmunahópum, annars væri þetta félagasmatök frekar en trú.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 21:19

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Margrét, moggin hefur greinilega það bessaleyfi að taka þau skrif af moggablogginu sem þau vilja. Þau birta það hispurslaust án þess að ráðfæra sig við kóng né prest. Ég vissi ekki af þessu sjálfur og mun betur gæta mín í framtíðinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 21:27

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Áður en haninn galar þrisvar...........................

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.4.2007 kl. 21:50

11 identicon

Linda, jú samkynhneigð er til hjá MJÖG mörgum dýrategundum og ef maður notar rök sumra þá ákváðu þessi dýr að þau ætluðu að vera samkynhneigð eða vera hneigð til beggja kyna.

Þessir sömu kærleikspésar láta ekki samkynhneigða njóta vafans heldur skella þeir á þá að þetta sé þeirra val, sem sagt alveg 100% kærleikur a'la Jesú hjá þeim NOT.

Það má vel vera að einstaka persóna fari á eitthvað kynlífsflipp en fyrir lang flesta eru þeir fæddir svona og þeir fá það óþvegið hjá kærleiksliðinu.

Ég er 100% viss um að fólk fæðist svona, við getum tekið börn sem fæðast tvíkynja, foreldrar þessara barna voru lengi vel látin velja hvort þau vildu að barnið yrði stúlka eða drengur og BANG lilli skorin af síðan þegar barnið náði kynþroska þá hafði það tilfinningar drengs.
Það er á tæru að samkynhneigð er eitthvað sem gerist strax í móðurkviði og allir alvöru kærleiks og trúarpésar eiga og er skilt að láta þetta fólk njóta vafans og gefa þeim sömu réttindi og við hin höfum.
Amen.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:00

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðrún, ég endurtek:

Ég er ekki að leggja blessun mína yfir giftingu samkynhneigðra og er ekki leggja dóm á skoðun ritningarinnar gagnvart samkynhneigð yfir höfuð. Ég er aðeins að benda á þá atburði sem hafa átt sér stað í þessari umræðu og er að benda á það sjónarhorn sem klýfur kirkjuna í tvennt í skoðunum sínum. Einnig til þess að hreinsa upp þann misskilning að kristnir séu haldnir slíku hatri í garð samkyhneigðra eins og við erumranglega sökuð um.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 22:06

13 identicon

Langaði bara að bæta við að það er hreinasta rugl að garfa í gömlum skjölum og bókum til þess að finna lausn frá guði um þetta mál allt saman.
Eini staðurinn sem þarf að skoða er eigið hjarta og ef fólk sér ekki réttlætið þar þá er hjartað einfaldlega innilokað og óaðgengilegt vegna fordóma ykkar sjálfra.
Að maður eins og Jón hrópi bravó yfir sigri gegn samkynhneigðum segir allt sem segja þarf um hann og hans misskilning á hvað Jesú stóð fyrir.
Það er jú einu sinni svo að sumir menn geta lesið allar heimsins bækur en verða alltaf jafn illa upplýstir, menn geta stúderað biblíuna áratugum saman en alltaf verið kærleiks og siðlausir.
Menn spá í öll smáatriði endalaust en sjá aldrei heildarmyndina.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:11

14 identicon

Hmm maður er óstöðvandi þegar maður byrjar :)
Langaði bara að segja þér Guðsteinn að það er ekki hægt að segja "Við kristnir" því eins og þú veist vel þá er gífurlegur munur á milli þeirra sem segjast kristnir, sumir eru alvöru kristnir, aðrir halda að þeir séu kristnir, sumir eru bara að vinna sem prestar en eru ekki kristnir, sumir erfa biskupsembætti eða þannig...... þarf ég nokkuð að segja meira :)
En eins og þú veist vel þá tel ég þig vera hreint ágætan kristinn mann þó svo að við séu ekki sammála í öllum málum, mjög mörgum samt
Er það ekki weird þegar ég er meira svona húmanisti. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:18

15 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sumum hommum og lesbíum er það hjartans mál að gifta sig í kirkju og verða hjón.  Afhverju mega þeir það þá ekki? Ég trúi því að guði sé sama.  Ef menn skilja setningar og ritningagreinar á sinn hvorn mátann hver er þá dómbær á hver hinn eini sanni sannleikur er?    En hjón geta bara verið karl og kona en það bara mín skoðun og minn skilningur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.4.2007 kl. 22:24

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er búinn að endurskrifa greinina, hún skilaði ekki meiningu minni eins og vildi að hún gerði, það var auðvelt að misskilja innihald hennar. Ég er búinn að endurskrifa hana alla og ætti hún að segja allt sem til þarf núna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 22:48

17 Smámynd: Svartinaggur

Ég get ómögulega skilið af hverju hinir trúuðu þurfa að flækja svona málin varðandi homma og lesbíur. Ég held mikið upp á regluna; að sérhver maður megi aðhafast það sem honum sýnist á meðan hann skaðar ekki náungann með því. Getur einhver bent mér á hverjir muni skaðast fái sækir-í-sama-rnir að ganga í hjónaband, hvort heldur í kirkju eða annars staðar?

Svartinaggur, 27.4.2007 kl. 22:51

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Doktor, ég skil hvað þú ert að fara með fyrra innlegginu, þú ert að meina "all you need is love" boðskapinn. En trú með slíka sögu eins kristni er alltaf hægt að rannsaka og jafnvel hafa gaman að. En þú hefur þína skoðun, ég hef mína. Hverjum þykir sinn fugl ....

En varðandi að við séum sammála, þá lít ég svo á að þú ert einn af þeim sem er með lögmálið skrifað í hjarta þínu. Þess vegna eigum við samleið í svo mörgu, því ég sé hvar hjarta þitt er staðsett, og það er langt frá illsku. Enda hef ég mig ekki fram við að troða trú minni uppá fólk, það verður að rannsaka þetta sjálft og taka eigin afstöðu.
En ég MJÖG vel hvað þú átt við með munin á að hafa trú og VERA 'sannkristnir', á því liggur djup gjá sem sumir sem við þekkjum hafa ekki komið auga á.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 22:54

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svartinaggur, það er 2 þús. ára saga á bak við kristni, hver er hissa á því að hún sé flókin.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 22:56

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þórdís Bára, þú segir:
hver er þá dómbær á hver hinn eini sanni sannleikur er? 
þetta er góð spurning, og mun koma í ljós þegar við komum fyrir dóm að loknu þessu lífi. Enginn veit hver hefur rétt fyrir sér, en ég er búinn að veðja á minn hest, og er nokkuð viss um að hann sé réttur. En það er bara mín skoðun.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:00

21 Smámynd: Svartinaggur

Táknar það að það þurfi að láta 2 þús. ára "kreddur" stjórna lífi okkar nú til dags?

Svartinaggur, 27.4.2007 kl. 23:01

22 Smámynd: Linda

Fyrst Docktor e :: ég hef aldrei neitað því að smakynhneið væri í dýrum og hvar þú færð þá hugmynd er mér eitthvað óljós.. Auðvitað á að sýna öllum kærleika, hver er að segja annað hér. Hinsvegar er orðs Guðs ekki breytilegt eftir þóknun manna og þá á sérstaklega við synd, tíðarandinn breytir ekki því sem Guð tjáði mönnum að væri synd. Hér reyna menn að láta Guð þjóknast sér í stað þess að þóknast Guði.   (nota orðið þið átt við almennt") Samkynhneigð er synd, en eins og að halda fram hjá, stela, ljúga etc. Synd samkynhneigðra er hvorki minni eða meiri enn önnur synd.

Hinsvegar efa ég það ekki að ást og kærleikur þeirra sem eru samkynhneigðir til hvors annars er ekki neitt minna virði enn ást Gagnkynhneigðra til hvors annars og ég hef aldrei sagt það.  Samkynhneigðir eru ekki verri eða betri enn aðrar persónur.

Hjónaskapur er maður og Kona orðið er mjög skírt á þessu.

enn hvað um það.  Endalaust hægt að snúa út úr kristnum gildum í dag, það er víst svo hipp að traðga á trú annara. Nota bene hér er ekki átt við pistils höfunds, sem er mikill Guðs maður.

Linda, 27.4.2007 kl. 23:01

23 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Kæru vinir hvert stefnum við í þessari umræðu?
Guð hjálpi okkur að lesa og skilja Guðs Orð sem hefur þann eiginleika að sanna sjálft sig með fl. en einu versi um kynvillu.

           Þjóðin þarf að gjöra iðrun og snúa sér til Guðs.
           Guð fyrirgefi okkur hvernig við högum okkur.

Karl afi (93ja ára)átti Nýjatestamennti frá árinu 1904 bókin sú er vel lesin og snjáð enda var hann einlæglega trúaður maður.

Hebreabrjefið 4;12-
Því að Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði,og smýgur inn í instu fylgsni sálar og anda,liðamóta og mergjar og er vel fallið til að dæma um hugsanir og hugrenningar hjartans.

Rómverjabréfið 1;26- er háalvarlegt vers....
Þessvegna hefur Guð ofurselt þá grindum svívirðingarinnar þvi að bæði hefir kvenfólk þeirra breytt eðlilegum samförum í óeðlilegar og eins hafa líka karlmennirnir hætt eðlilegum samförum við kvennmanninn og brunnið í losta sínum hver til annars karlmenn framið skömm með karlmönnum og tekið út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar....

Guð er heilagur Guð, hann skapaði okkur þig og mig í sinni mynd til að elska hann og tilbiðja. Biðjum að hans vilji nái fram að ganga með líf okkar af hjartans einlægni.

Helena Leifsdóttir, 27.4.2007 kl. 23:05

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svartinaggur, eða Arnaldur. Ef það kostar að trúa á 2 þús. ára "kreddur" að trúa á Jésú ... já. Því tek ég með glöðu geði.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:08

25 Smámynd: Linda

ps.  Miklu skírari grein hjá þér Haukur.   

Linda, 27.4.2007 kl. 23:10

26 Smámynd: Svartinaggur

Kreddur eða ekki kreddur - ekki aðalatriðið í umræðunni.

Að trúa á Jesú = Að vera á móti hjónabandi sækir-í-sam-verja*?

Hvað með þessa reglu sem ég vitnaði í áðan?

________________________________________________

*Sorry - hef fengið ofnæmi fyrir orðinu "samkynhneigðir"

Svartinaggur, 27.4.2007 kl. 23:14

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég vona að málflutningur minn hafi verið skýr, ég er ekki að leggja blessun mína yfir giftingu samkynhneigðra, eina sem ég hef bent á þi þessum skrifum mínum eru þeir atburðir sem hafa átt sér stað undanfarna daga. Ég er ennþá sömu skoðunar og ég var, en ég mér fannst nauðsyn að hreinsa upp mannorð okkar trúuðu, við erum alltaf sökuð um að hata þetta fólk, sem er helber lygi.

Það er ástæðan fyrir þessu öllu. Ég vona að þið haldið ekki að ég e-ð skipt um skoðun, það er fjarstæða, ég held mig Guðs orð, því það er óbreytanlegt og heilagt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:16

28 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Guðsteinn, ég ætlaði eignlega bara að segja við þig að þetta er góð grein hjá þér og það er alltaf gott þegar fólk er að skoða og pæla.  Þannig kemst maður að niðustöðu. En áður en ég vissi af var ég komin í heimspekilegar hugleiðingar.  Ég segi við mitt fólk, ekki hengja ykkur í bókstafstrú, hafið boðorðin og kærleikann að leiðarljósi eins og Jesú boðaði.  Hana nú, nú er ég aftur farin af stað þetta gengur ekki. Kveðja Bára 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 27.4.2007 kl. 23:18

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Henry, Guð blessi þig !

Arnaldur, til þess að skilja betur afstöðu okkar þarftu einfaldlega að lesa fagnaðarerindið. Það talar sínu máli betur en nokkur hér gerir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:19

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig Þórdís. Þú ert með hjartað á réttum stað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:20

31 Smámynd: Svartinaggur

Gott að fá slíka ábendingu kæri félagi. En værirðu nokkuð til í að auka leti mína og segjar mér hvar í fagnaðarerindinu er lagt bann við hjónaböndum sækir-í-sam-verja?

Svartinaggur, 27.4.2007 kl. 23:23

32 Smámynd: Linda

Bára´mín er gullmoli bara svo það sé á hreinu. Og yndislegari sál hef ég sjaldan hitt.  Bara svo ég bendi á eitt, ummmm sona að ganni...þá hef ég skilið bókstafstrú..að trúa á bókstaf..very weird...

Megi Guð blessa okkur og varðveita, megum koma fram við alla af kærleika (sem þýðir ekki bómull og sykurpúðar) að trú okkar sé lýsandi sem ást og umburðalindi enn aldrei á kostnaðs þess að hætta að þóknast Guði til þess að þóknast mönnum.

Linda, 27.4.2007 kl. 23:26

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það mun vera:

Bréf Páls til Rómverja 1:23-27

23 Þeir skiptu á vegsemd hins ódauðlega Guðs og myndum, sem líktust dauðlegum manni, fuglum, ferfætlingum og skriðkvikindum. 24 Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. 25 Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. 26 Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, 27 og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.

Og finnur þetta á slóðinni sem er hér

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:30

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda, "(sem þýðir ekki bómull og sykurpúðar) " HAHAHAHA .. góð !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:32

35 Smámynd: Svartinaggur

Bréf Páls já... En var Páll ekki bara mennskur maður eins og við hin? Eru þetta ekki bara hans persónulegu skoðanir á málinu? Eru hans skoðanir eitthvað rétthærri en skoðanir annarra? Spyr sá sem ekki veit.

Svartinaggur, 27.4.2007 kl. 23:35

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Páll var innblásinn heilögum Guðs anda, ég dreg það ekki í efa að þetta sé frá Guði komið þótt maðúrinn heiti Páll. Andinn var sá sami, höndin sem skrifaði var önnur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:40

37 Smámynd: Linda

 thank you...bara mátti til. Knús..

Linda, 27.4.2007 kl. 23:40

38 Smámynd: Svartinaggur

Ég held að ég hafi loksins skilið þetta nokkurn veginn. Páll skrifaði bréf og sagðist vera blásinn af heilögum anda Guðs. Nú tvö þúsund árum síðar er töluvert af fólki sem trúir þessu eins og nýju neti, en líka slatti sem leggur engan trúnað á að Guð hafi skrifaði með hönd Páls. Rökræðan okkar á milli virðist dæmd til að taka enda þegar hingað er komið. Ég hef í engu breytt minni skoðun og þú ekki þinni. Verðum við víst að vera sammála um að vera ósammála um málið og láta það ekki ræna okkur svefni. Góða nótt félagi.

Svartinaggur, 27.4.2007 kl. 23:50

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

góða nótt Arnaldur, en ég hvet þig til þess að lesa þig til. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.4.2007 kl. 23:54

40 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Í Rómverjabréfinu sem þú kemur bara með smá brot úr Helena og slítur því úr samhengi það sem Páll postuli er að fara með þessu, skal geta þess að hann var að tala um lífstíl og hegðun manna fram að hans tíma og vildi koma á bótum. Hann talar um það sem er búið að gerast. Rómverjar voru víst meira en lítið siðspilltir, mikill ójöfnuður hjá þeim og svínarí það segir líka sagan. Hann var að tala um almennan lifnað fólks og hugarfar þess tíma. Ótrúlegt hvað þetta eina vers sem Helena bendir á er tíundað. Páll Postuli var að tala um fortíðina og fram til hans tíma, en ekki um okkar tíma 2000 árum síðar.

Ég hef hvorki verið með haturskrif né fordóma í garð kristinna. Ég tala og skrifa gegn óréttlæti sem beinist að fólk sem hefur verið komið ógeðslega illa fram við og þá aðallega af fólki sem telur sig sannkristið og þá er ég bara að tala um hér á landi. Sjálf er ég kristin eins og ég hef sagt áður en veit að Guð er í öllu og allsstaðar og ekkert síður í Búddhatrúarmönnum og múslimum svo dæmi séu tekin.

En megi Guð knúsa ykkur öll

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.4.2007 kl. 00:02

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Að verja einn minnihlutahóp og verja hann til síðasta blóðdropa ákostnað annars minnihlutahóps kalla ég ekki réttláta meðferð Magga. Sorrý, það er bara ekki svo einfalt. Þess vegna var ég að skamma þig fyrir þetta. En Guð leiði þig og ég veit að þú vilt vel, en vandaðu betur skrif þín til trúsystkynna þinna.

Varðandi að Guð sé líka í t.d. í Íslam, þá segi ég ritað er:

Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Einnig:

Jóhannesarguðspjall 1:1-11

1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2 Hann var í upphafi hjá Guði. 3 Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. 4 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. 5 Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. 6 Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. 7 Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann. 8 Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið. 9 Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10 Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11 Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.4.2007 kl. 00:17

42 Smámynd: Linda

Góður púnktur hjá þér. 

Linda, 28.4.2007 kl. 00:22

43 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ótrúlegt hvað þú tekur öllu persónulega sem ég segi Guðsteinn.  Varðandi múslima og þeirra trú, þá er langflestir þeirra góðir menn og iðka sína trú án þess að gera neinum neitt. Minnihlutahópar sem vaða upp og eru með öfga og fá mikla athygli. Þannig virkar vandamálið stærra en það er og allir múslima settir undir sama hattinn. Hefur þú lesið bækurnar hennar Jóhönnu Kristjónsdóttur um tímann sem hún bjó í Mið-Austurlöndum? Mjög áhugaverðar bækur og vert að lesa.

Það er bara staðreynd Guðsteinn minn, að það eru margir sem telja sig sannkristna en eru það ekki. Ég ekki æsa þig  ég sagði ekki þú. Ég hef sagt við þig að mér þætti þú fínn og stend við það, þótt við séum ekki sammála með allt. Skil ekki alveg þessi viðbrögð þín við því sem ég skrifaði síðast.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.4.2007 kl. 01:20

44 Smámynd: Svartinaggur

Mér finnst að öll dýrin í Bloggskógi eigi að vera vinir og ekkert dýr eigi að hnýta í annað dýr. En grínlaust - þá get ég ekki annað en séð hvernig guðstrú virðist ævinlega þurfa að koma af stað misklíð milli fólks. Það nýjasta er að tveir af mínum bloggvinum virðast ekki vera innbyrðis vinir lengur (þ.e. hvort um sig er ekki lengur inni á bloggvinalista hins). 

Allt þetta er ekki til þess að ég færist nær guðstrúnni heldur fjarlægist enn meira ef eitthvað er.

Svartinaggur, 28.4.2007 kl. 08:58

45 identicon

Við rífumst og körpum um þetta fram og aftur en á endanum þá hljótum við að vera sammála um að á meðan þjóðkirkja er á fjárlögum þá verður hún að beygja sig undir landslög og jafnréttislög.
Það eina rétta sem þjóðkirkjan getur gert er að slíta sig algerlega frá ríkinu, aðeins þá á hún möguleika á að lifa af og verða trúverðug sem trúfélag + að hún ætti að getað neitað að gifta samkynhneigða.

Það sjá allir heilvita menn að trúfélag getur aldrei dafnað og þroskast á réttan máta á meðan það er í sama farveg og þjóðkirkjan er í dag.
Kirkjan er orðin eins og sovésk stofnun, rykfallin og algerlega stöðnuð á allan máta.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 10:50

46 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef menn leggðju meiri áherslu á hjartað og kærleikann og minni á boð og bönn og leikreglur, þá væri ekki þessi misklíð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2007 kl. 10:53

47 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú ert líka fín Magga, en ég er ekki að taka neinu persónulega, það fer bara í  mig þegar ég sé einhvern lagðan í einelti. Ég skil hvað þú ert að fara með múslimanna, alveg eins og í kristni eru alltaf öfgahópar sem eyðileggja fyrir hinum. Það er alveg rétt. Annars nenni ég ekki að kíta þetta við þig, ég held að við höfum bæði komið okkar meiningu á framfæri. Ég bið þig sáttar og verum bara vinir aftur. Þú ert kona með mikla réttlætiskennd og það er það sem skiptir meira máli en annað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.4.2007 kl. 10:54

48 Smámynd: Björn Heiðdal

Er ekki Bíblían bara að banna samfarir homma og hinsegin en ekki giftingu per se?  Hvar stendur í bókinni góðu að tveir karlmenn megi ekki kaupa í matinn saman og kyssast.

Björn Heiðdal, 28.4.2007 kl. 11:01

49 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnaldur það er e-ð tæknilegt fúbb sem varð þess valdandi að við Magga erum ekki blogvinir lengur, hún datt úr listanum hjá mér og kann ég ekki skýringu á því, þetta var á þeim tíma sem varla var hægt að stjórna moggablogginu. Ég er búinn að biðja hana um samþykkja mig aftur inn, og bíð eftir því, þ.e.a.s. ef hún vill mig aftur

Áshildur, trú er stundum ekki frábrugðinn pólitík stundum, það verður alltaf missklíð, því miður.

Dokksi, ég reyndar tek undir þitt innlegg, það á að aðskilja ríki og kirkju strax og leyfa trúfélögum að hafa frjálsar hendur um þetta. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.4.2007 kl. 11:02

50 Smámynd: Þarfagreinir

Já, það þykir mér heila málið, Guðsteinn. Loksins kemur þetta fram hérna - það er hjákátlegt að hafa 'Þjóðkirkju' sem er ríkisstyrkt og skylda ríkið með lögum að styðja við bakið á henni og vernda hana, ekki einungis fjárhagslega, heldur í öllu. Þessi ákvörðun hennar um giftingar samkynheigðra væri án efa alls ekki jafn umdeild ef það hefði ekki verið svokölluð 'Þjóðkirkja' sem tók þessa ákvörðun. Aðskilnaður ríkis og kirkju er mál sem ég hef lengi vonast til að verði alla vega tekið til umræðu, og kannanir sýna aftur og aftur að meirihluti þjóðarinnar er samþykkur slíkum gjörningi. Ég held líka að kirkjan myndi verða sterkari fyrir vikið - það er alltaf einhver lognmolla í kringum allt of marga þjóðkirkjupresta, sem er auðvitað eðlilegt þegar fólk er ríkisstarfsfólk sem situr hálfpartinn beggja megin borðsins; þjónar bæði Guði og ríkinu. Þetta tvennt hefur bara einfaldlega ekki samleið, og það er gott að sjá sannkristinn mann sem er sammála því. Aðskilnaður ríkis og kirkju er réttlætismál öllum til handa; trúuðum sem trúlausum.

En varðandi giftingar samkynhneigðra, þá er það auðvitað flókið mál, og eðlilegt hjá prestum að vilja fara varlega. Það þarf ekkert að hafa með fordóma eða hatur í garð samkynheigðra að gera að vilja ekki gifta þá í kirkju, ef menn eru sannfærðir um að slíkt er ekki Guðs vilji. Þeim sem eru ósammála geta þá hæglega stofnað sína eigin kirkju. Hins vegar komum við þá auðvitað aftur að því, að kirkjunum er einfaldlega mismunað með því að hafa eina 'Þjóðkirkju'.

Hmm - kannski að ég ætti að fara að enda öll mín skrif á 'Að lokum legg ég til að kirkja og ríki verði aðskilin'? 

Þarfagreinir, 28.4.2007 kl. 12:02

51 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Sæl Inga

Í guðfræðinni er mikið verið að læra um og rannsaka uppruna stakra rita Biblíunnar og hinna fyrstu kristnu, eins og t.d. rit kirkjufeðranna. Þetta miðast allt dálítið við Pál postula, því það er erfitt að sanna aldur upp á ritin svona 2000 árum síða og fræðilega séð aðeins hægt að miða við að þau hafi verið rituð einhvern tíma á bilinu c.a.30-120 e.k.(m. við að Jesú hafi dáið í kring um 30 e.k).

Hinsvegar eru Pálsbréfin annars eðlis (og postulasagan). Þar er um að ræða tækifærisbréf til einstaklinga og safnaða í frumkristni, sem rituð eru til að uppörva og uppfræða í trúnni og segja frá því sem drifið hefur á daga í kristniboðsferðum. Þar hefur verið hægt að sanna að þau eru allavega í kring um 60 e.k. vegna stamræmis við sögulegar persónur og sögulega atburði sem þar koma fyrir og þekkjast í veralarsögunni, sbr nöfn á Rómverskum leiðtogum o.fl. 

Það góða við það sem Páll ritar er að hann skýrskotar alltaf til Guðspjallanna og ritar í fullu samræmi við boðunina þar. Hann segir þetta kennslu postulanna sem hafi verið sjónarvotta af atburðum Krists. Hann myndar því einskonar sagnfræðilegt "lím" sem tengir Guðspjöllin við söguna, með því að vísa til þeirra.

Síðan bætast við þetta önnur rit kirkjufeðra og bréf frá fyrstu öldum kristni (sem ekki eru innan Biblíunnar),sem styðja við þessa kennslu.

Þá er í raun aðallega spurningin sú hvort við viljum trúa á hið yfirnátturulega, þ.e. sem hefur ekki bara með sagnfræðilega hluti að gera, heldur hluti eins og að Jesú hafi í raun og veru verið sonur Guðs skaparans og hafi í raun og veru gert öll kraftaverkin. 

Til þess að trúa þessu duga fræðin skammt.  Þarna þarf að koma til innri sannfæring vegna t.t. reynslu, upplifunnar sem vakið hefur með manni trú á þetta allt. Oft gerast undraverðir hlutir við það eitt að biðja til Jesú í einlægni hjartans. Án alls hroka komum við fram fyrir hann og biðjum hann að sýna okkur hvort þetta geti staðist.

Það virkaði fyrir mig. Ég losnaði við tómarúm og hálfgert þunglyndi og fylltist af einhverju sem mér fannst vera ólýsanlegur innri friður og gleði, sem ég hafði aldrei áður fundið. Þá var ég búin að streytast lengi á móti vegna skorti á skýringum, rökum og spurningum sem ætluðu engan endi að taka. Þá var það bara í bæninni sem undrið gerðist. Þetta kvöld fannst mér ég svífa um á hálfgerðu gleðiskýi því ég fann eitthvað sem ég átti alls ekki von á. Auk þess fann ég sérkennileg ytri áhrif eins og straum og hita flæða um andlit mitt. Ég trúi því að þetta kvöld hafi Jesú mætt mér í anda sínum.

En það er ekki hægt að sanna það sem augað ekki sér og margir mundu vera fljótir að skrifa þessa upplifun mína sem ímyndun eina. Það eina sem ég hef er þessi upplifun og bænin. Þetta er leyndardómur sem ekki fæst mældur með vísindalegum aðferðum, og verður seint hægt að sanna.

Mín ósk er samt sú að allir fái að kynnast þessu innra frelsi, frið og hamingju sem ég fann þetta kvöld.

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.4.2007 kl. 01:27

52 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ing Brá,

Þetta er einmitt mergur málsins, við getum ekki útskýrt okkar upplifun þannig að allir skilji hana. Þetta er persónuleg reynsla sem er ekki hægt að koma orðum yfir að fullu. En eins og konan mín benti á þá skipta fræðin minna máli í þessu til felli, trú að mínu mati snýst um tilfinnningar og eigin sannfæringu, þess vegna standa trúaðir fast á sínu þegar kmeur að ritningunni. Sem verður mun heilagra í okkar augum þegar við höfum frelsast. Ég vona að fólk skilji núna afstöðu okkar og þetta er í engu hatri gert á hendur samkynhneigðra.

Einnig vil ég þakka Henrý fyrir sín góðu innlegg, Guð blessi þig bróðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 10:12

53 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það verða margir fyrir svona upplifunum eins og Bænamær lýsir, finna innri frið eftir innri baráttu. Þetta er ekki einskorðað við trúarbrögð en hefur með trú að gera.  Að sleppa takinu á einhverju sem hefur valdið manni vanlíðan.

Takk fyrir innlitið á minni síðu Guðsteinn og auðvitað erum við vinir

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.4.2007 kl. 11:53

54 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ aftur.

Var að hlusta á tónlistina sem þú er með á síðunni þinni og verð að segja þér að við höfum ótrúlega líkan tónlistarsmekk  Gaman að því. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.4.2007 kl. 12:04

55 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gaman að heyra það Magga mín. Mér þykir mjög vænt um þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 12:39

56 Smámynd: Linda

elsku Haukur, greinilega ert þú ekki í þjónustu skratanns..phew þvílíkur léttir það hlýtur að vera fyrir þig.

Linda, 29.4.2007 kl. 17:02

57 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... ég skil þig Linda.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 19:55

58 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fróðlegar vangaveltur á síðunni, að vera sannkristinn er klárlega ekki vænt til vinsælda, en einhver verður að vera saltið

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2007 kl. 21:37

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Guðrún, trúin væri einskinsverð án nokkurs bragðs.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 587831

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband