Norskir karlmenn eru til skammar!

Mér brá virkilega þegar ég sá þessa frétt ! Það er eins og norskir karlmenn hafi orðið eftir í þróunni og nýkomnir úr trjánum !
Í fréttinni stendur:

Töldu 48% þátttakenda í könnun að konur beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því að þeim sé nauðgað ef þær hafa daðrað opinskátt áður en þær verða fyrir árás.

Hvurslags er þetta??? Taka norskir karlmenn enga ábyrgð á sjálfum sér? úfff ...

Og áfram heldur kjaftæðið:

Einn af hverjum fimm þátttakendum sagði að konur sem eru þekktar fyrir að vera með mörgum mönnum beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því ef þeim er nauðgað.

28% sögðust telja að kona sem klæðir sig á kynferðislega ögrandi hátt beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því ef henni er nauðgað.

Ja hérna ... konur eru sem sé lauslátar daðurdósir og bjóða uppá þetta ! Sorrý, mér finnst þetta bara ógeðslegt og til háborinnar skammar hjá siðmenntaðri þjóð sem Noregi!!!!NorskurKarlmadur

Mikið er ég feginn að búa í landi sem konur eru ekki litnar þessum augum. Ástandið er ekki fullkomið, ég geri mér grein fyrir því,
en svona slæmir eru íslenskir karlmenn ekki !

... vona ég að minnsta kosti !

Hér til hægri ber að líta norskan karlmann !!  ----->


mbl.is Konunum sjálfum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Þetta eru náttúrulega fáránlegar tölur og manni finnst skrýtið ef rétt er. Hér á landi klæða píurnar sig nú þokkalega grallaralega á djamminu og strákarnir reyna að vera drullufínir. Þá ætti samkvæmt nojurum að vera í lagi með eins og áttahundruð léttar nauðganir á góðu föstudagskvöldi, bara í borginni. Þetta passar auðvitað ekki. Einu sinni bjó ég í Noregi og ef gallabuxur og mittisjakki þýða að stelpan sé að bjóða upp á að vera tekin, ósamþykk, þá eru nojarar klikk...

arnar valgeirsson, 25.4.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Tryggvi H.

Tryggvi H., 26.4.2007 kl. 10:25

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Tryggvi, ég er búinn að lesa um þetta á blogginu þínu og sé að könnunin sjálf var til háborinnar skammar og alls ekki rétt !

Ég hvet alla til þess að skoða þetta betur á blogginu hans Tryggva !  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 12:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta sýnir og sannar bara ennþá einu sinni hvernig hægt er að mynda fyrirframákveðna niðurstöðu í könnunum.  Til dæmis eins og ef þú kýst ekki Sjálfsstæðisflokkinn hvaða flokk myndir þú þá kjósa?  Menn geta haft ýmis álit á skoðanakönnunum, en svona spurningar eru að mínu mati leiðandi og ekki til sóma þeim sem að þeim stendur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góður punktur Ásthildur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband