Varnarliðssamningar ...

Ég rændi þessari frétt af vísi, og er mjög ánægður með Steingrím J. núna. Svona ákvarðanir á ekki að taka nema sátt sé um, og þarf að bera undir fleiri en nokkra ráðherra.

Í fréttinni segir:

Ný ríkisstjórn getur ógilt varnarsamninginn við Noreg án skaða

Ný ríkisstjórn getur fallið frá samningi Íslands og Noregs um samstarf í varnar- og öryggismálum án mikils skaða að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann hefur boðað harðorða bókun gegn samninginum í utanríkismálanefnd Alþingis.

„Ný stjórnvöld geta aftengt þetta mál ef svo sýnist án mikils skaða," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi.„Þetta samkomulag er ekki þjóðréttarlega bindandi plagg þó vissulega séu gefin í því fyrirheit og vilyrði sem menn myndu telja að gætu verið bindandi."

Steingrímur segist vera bundinn trúnaði varðandi innihalds samningsins en hann var kynntur fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Hann hefur boðað harorða bókun gegn samninginum um leið og trúnaðinum verður aflétt eftir undirritun á morgun. „Ég er ósammála því að þetta sé meðhöndlað sem ríkisleyndarmál. Það væri heiðarlegra að málin væru kynnt fyrir þjóðinni áður en allt er um garð gengið."
 

Gott hjá Denna, hann tók upp hanskann fyrir okkur sem viljum hafa áhrif.  Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já ... undarlegt þetta leynimakk, og af hverju í dauðanum er svona nauðsynlegt að rjúka til og gera varnarsamstarfssamninga?

Ég var líka að sjá í Mogganum í dag að Ísland þarf  að bera kostnað af heræfingum Norðmanna og Dana hérlendis! Hér er enn og aftur ástæða til að spyrja að tilgangnum. Hví að borga fyrir herbrölt útlendinga sem við fáum nákvæmlega ekkert út úr?

Þarfagreinir, 25.4.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það sem mér finnst atyglisverðast er að gamli "kominn" kom upp um miðstýringuna í þessu. hehehehe ... gott hjá Skalla Popparanum !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Komminn" átti þetta nú að vera ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 587811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband