Er búið að selja moggabloggið? Opið bréf ritstjóra blog.is

Hvað er annars í gangi? Í fyrsta lagi er búið að fjarlægja linkinn sem áður var á forsíðu mbl.is. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var.)

mbl.jpg


Eina sem situr eftir á mbl.is er kassinn sem birtir blogggreinar!

kassi.jpg

Sama má segja um forsíðu blog.is sem hefur gerbreyst hvað útlit varðar, og allir rammar og tenglar sem áður tilheyrðu mbl.is hafa greinilega verið fjarlægðir.

forsida.jpg




 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins hefur efsti ramminn breyst sem blog.is, ég á við innskráningarrammann. Það er búið að fjarlægja mbl.is linkinn sem var alltaf þarna. (Ég bætti inn með rauðu hvar tengillinn var)

topbar.jpg

Ég spyr þá hæstvirta ritstjóra blog.is:

  1. Er búið að gera blog.is að sjálfstæðri einingu sem er ekki lengur tengd mbl.is?
  2. Má búast við einhverjum breytingum? Eins og verður áfram hægt að tengja við fréttir á mbl.is ?
  3. Af hverju hafa engan tilkynningar verið gefnar úr um málið þar sem auðséð að stórbreyting er um að ræða.
  4. Verður einhver breyting gerð á skilmálum blog.is í kjölfarið? 
  5. Hver er staða málsins? Woundering

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er nú meira bullið..ætli menn séu ekki að loka á þetta..þar sem sannleikann er að finna..sannleikurinn er sár.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 22:49

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég veit ekki alveg hvað er í gangi Ægir, en ég bíð eftir svörum frá ritstjórn blog.is.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.3.2010 kl. 22:52

3 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki Hrunskýrslan handan við hornið?

Björn Birgisson, 16.3.2010 kl. 23:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir lokuðu á það að bloggarar fengju að lesa forystugreinar á Morgunblaðsblogginu um daginn, þannig að nú fær enginn að lesa né gera athugasemdir nema að vera áskrifandi.

Mér sýnist þeir vera að loka fyrir þetta mátt og smátt, eða gera aðganginn torveldari, enda eru viðkvæm mál fyrir höndum hjá þeim, eins og fyrningarleiðin. Ekki æskilegt að fólk lesi hvað menn hafi um það að segja.

Nú svo er það náttúrlega skýrsla ríkisendurskoðunnar.  Ætli að þeir loki ekki alveg á meðan sá darraðadans gengur yfir.

Það eru allavega einhver rosaleg "klókindi" í gangi.  Þeir hefðu þó getað haft í sér uppburði til að láta fólk vita hvað þeir hyggjast fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2010 kl. 23:15

5 Smámynd: Sævar Helgason

Er það sem menn eru að leita að ekki á stikunni til vinstri ? Neðst með stórum og skýrum stöfum BLOGG.IS

Sævar Helgason, 16.3.2010 kl. 23:23

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Björn - afar athyglisverður punktur!

Jón Steinar - já þú dregur einnig upp góða punkta, ég vissi t.d. ekki um að þeir hefðu lokað á athugasemdir nema að vera áskrifendur á forystugreinarnar. Einnig er það sennilega viðkvæmt fyrir íhaldið að fjalla að viti um sjávarútveg, það er verulega sterkur punktur hjá þér. En að öllum samsæriskenningum slepptum, þá vil ég heyra hvað ritstjórn blog.is segir. "Straight from the horses mouth" eins og er sagt á ensku.

Sævar - jú jú, en hvað varð um MBL.IS sem var þarna???

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.3.2010 kl. 23:27

7 Smámynd: Kama Sutra

Ætli fólk þurfi framvegis að sverja Móranum hollustueið til að fá að blogga hérna?

Ekki yrði ég hissa.

Kama Sutra, 16.3.2010 kl. 23:59

8 Smámynd: Óskar

Heil Davíð!

Óskar, 17.3.2010 kl. 00:09

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kama Sutra - ég veit það nú ekki, en við sjáum til hvað ritstjórnin segir ef ég fæ viðbrögð frá þeim.

Óskar - heil Óskar?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 00:14

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Lifi konungurinn Davíð.

Athyglisverðar umræður. Jón steinar bendir á athyglisverða punkta:

"Þeir lokuðu á það að bloggarar fengju að lesa forystugreinar á Morgunblaðsblogginu um daginn." Er ekki lengur frelsi að skrifa á Íslandi? Hvað gerist þegar Svarta skýrslan loksins kemur?  Þar kemur margt óþægilegt fram. Kannski verður páskafrí á blogginu á meðan, ég nú var ég bara að grínast.

Þar sem svo margir hættu að kaupa moggann þegar nýir ritstjórar voru ráðnir þá þarf að fá nýja kaupendur og kannski verðum við skikkuð til að kaupa moggann ef við ætlum að halda áfram að blogga.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2010 kl. 05:03

11 Smámynd: Baldur Kristinsson

Það er rétt hjá þér, Guðsteinn, að réttast hefði verið að tilkynna um þessa breytingu fyrirfram. Nú er komin færsla á kerfisbloggið þar sem spurningum þínum er svarað.

Baldur Kristinsson, 17.3.2010 kl. 08:33

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - já ég er ekki alveg að skilja hvað býr þarna á bak við, en vona að það sé saklaust.

Baldur- takk fyrir þetta. Þar stendur:

Breytingar á forsíðum blog.is og mbl.is

Í gær, 16. mars, var útliti forsíðu blog.is breytt og hún flutt af léninu mbl.is undir lénið blog.is. Á sama tíma var flipinn „Bloggið“ fjarlægður úr af forsíðu mbl.is og í staðinn settur fastur hnappur neðan við tenglana á sérvefi mbl.is efst í vinstra dálki. Jafnframt var lógó mbl.is tekið úr síðuhaus blog.is.

Boxið með efni af blog.is á miðri forsíðu mbl.is helst óbreytt, og fréttatengingar við bloggfærslur virka á sama hátt og áður. Engin áform eru um að breyta þessu, og skilmálar blog.is verða áfram þeir sömu.

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.

Skrítið að þeir skulu ekki senda svona fyrr.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 09:58

13 identicon

Þetta er náttlega hlægileg afsökun hjá Baldri og mbl... hér er verið að fela bloggið smá saman; Eins og alþjóð veit þá þolir sjálfstæðisflokkur ekki sannleikann.. og þá sérstaklega sannleikan um sjálfan sig.

Ég segi það og skrifa, hver sá sem heldur áfram að blogga á málgagni krossD... sá hinn sami er svona eins og kona sem er beytt ofbeldi og telur sig vera seka.

Keep blogging here pussies. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 10:49

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sagt að tilgangurinn sé að skilja á milli efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.

Þýðir það að ritstjórnin muni ekki skipta sér af bloggurum eða loka á þá, ef þeir verða óþægilegir eða of harðir í gagnrýni, eins og hefur áður gerst?

Ég vona það og fagna því ef svo verður.

Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 11:00

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn hittir naglann á höfuðið, mér kæmi ekki á óvart þótt tenging við fréttir dytti alveg út fljótlega. Fari svo er sjálflokað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 11:15

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - ég er með blogg annarsstaðar

Teddi - ég held að það verði enginn breyting á því, skilmálarnir eru hið minnsta þeir sömu og voru.

Axel - já það er samt ekki gott að segja.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 12:58

17 identicon

Voru margir að skilja þetta þannig að það sem bloggarar skrifuðu "heyrði undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins".

Eitthvað finnst mér a.m.k. bogið við þessa skýringu.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:27

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.

Mér finnst ekki hægt að skilja þessi orð öðruvísi en að verið sé að segja að greinar bloggara heyri ekki undir ritstjórnarlega ábyrgð.

Í skilmálunum segir m.a.:

Með því að staðfesta þessa skilmála er notandi að staðfesta að hann beri ábyrgð á öllum skrifum, myndbirtingum, myndbandabirtingum og öðru efni sem birtist á síðu hans. Óheimilt er að birta á síðum efni sem særir blygðunarsemi manna. Morgunblaðið ber á engan hátt ábyrgð á því sem notandi eða þeir sem heimsækja síðu notanda setja á síðu notanda.

Morgunblaðið áskilur sér rétt til að grípa inn í, bregðist notandi ekki við óskum eða tilmælum um leiðréttingar/lagfæringar á skrifum sem teljast meiðandi eða brjóta gegn skilmálum þessum. Jafnframt áskilur Morgunblaðið sér rétt til að loka síðu notanda, að hluta til eða í heild, án þess að notandi eða þriðji aðili öðlist skaðabótarétt.

Hefur alltaf fundist það skrýtið að Morgunblaðsmenn eru að loka bloggsíðum ef þeir bera sjálfir enga ábyrgð á því sem þar er skrifað. Tek fram að mér finnst það sjálfsagt ef skilmálarnir eru augljóslega brotnir, sem bloggarar samþykkja við stofnun bloggs.

Það hvílir kannski á Árvakursmönnum (eða hvað þetta fyrirbæri heitir eftir skuldhreinsunina) annars konar ábyrgð en hin ritstjórnarlega? Spyr sá sem ekki veit.

Theódór Norðkvist, 17.3.2010 kl. 20:28

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvert barn sér hvað hér er í gangi..tímasetning-markmið

Já það er mikil reisn yfir hrunmeistaranum í Hádegismóum núna..

hilmar jónsson, 17.3.2010 kl. 20:59

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Grefill - já, þetta er jafn óljóst og skilmálar bankanna, það skilur ekki nokkur maður í þeim ... kannski gert viljandi, ég veit það ekki.

Teddi - góð spurning!

Hilmar - ég veit ekki ... tíminn mun leiða þetta í ljós.


Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 21:06

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held reyndar að svarið við þessu sé í raun ekkert rosalega samsæriskenningalegt. Morgunblaðið er að fara á hausinn og geta ekki lengur borgað mannskapi til þess að halda utan um bloggið. Því fría þeir sig undan allri ábyrgð og losa sig snyrtilega við það.

Þetta stríð þeirra er skíttapað og aðeins tímaspursmál hvenær þessi forni fjölmiðill veður tekin til þrotaskipta. 

Brynjar Jóhannsson, 17.3.2010 kl. 23:26

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vel mælt Brynjar, maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þér ferkar en fyrri daginn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.3.2010 kl. 23:31

23 Smámynd: Vendetta

Ég efast um að hrunskýrslan valdi þessu, enda mun hún aldrei verða birt. Ekki frekar en kosningaúrslit í Zimbabwe.

Vendetta, 18.3.2010 kl. 12:58

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Time will tell" Vendetta

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.3.2010 kl. 17:58

25 identicon

Mér finnst þessi umræða vera stormur í vatnsglasi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband