Listamannalaun og ... fábjánar?

Ég verð aðeins að leggja nokkur orð í belg í umræðuna um listamannalaun. Sér í lagi eftir að þingmaðurinn Þráin Bertelsson framdi pólitískt harakíri þegar hann kallar um 5% þjóðarinnar fábjána, sem er auðvitað alveg einstaklega hrokafullt af hálfu Þráins og verður hann að passa sig hvernig ávarpar þjóðina, sama hversu mörg prósent eiga í hlut.

En til hvers listamannalaun og hvað græðum við á slíku?

Svona byrjar yfirleitt listamannsferill ...Jú, við græðum nefnilega heilmikið á slíku. Til að mynda er mjög erfitt fyrir listamann að koma sér á framfæri og markaðssetja sig, og geta þessi laun hjálpað allverulega við sköpun nýrra verkefna sem geta sum hver leitt til nýrra starfa fyrir aðra ef vel gengur. Til dæmis í fatahönnun, tölvuleikjagerð, matargerð, myndlist og fleiri greinum. 

Ég veit það af eigin reynslu að það lifir enginn á listinni, ekki nema þú sért reiðubúinn að lifa á engu! Þess vegna er mikilvægt að fólk með hæfileika fái stuðning til þess að stunda sína list, því ef þú þiggur laun eins og þessi, ert þú skyldug/ur til þess að sýna árangur.Við græðum bara á slíkum hlutum og varla hægt að gagnrýna slíkt! Cool

En hvað má þá betur fara í þessu og hvernig má skera þetta niður?

Það sem er hvað mest gagnrýnivert er fjöldinn sem fær þessi laun, þann lista má skera niður að minnsta kosti um helming. Eins má leggja af að menn þiggi listamannalaun ævilangt, eða  heiðurslistamannalaun“ eða hvað sem þetta er kallað.

Í lögunum um listamannalaun stendur:

Sá sem hefur fengið heiðurslaun skal halda þeim ævilangt.

Ég veit alveg um nokkra sem ættu svona laun skilið, en ég sé ekki tilgang með þeim í krepputíð. Ég er ekki að tala um rífa þetta af þeim sem þegar hafa fengið þetta, fjarri því. Heldur að hætta að veita þau um hríð.

Eins mætti setja launaþak á þá sem þiggja svona lagað, ef við tökum t.d. að viðkomandi einstaklingur þéni ca. 350 þúsund á mánuði þá missi hann þessi listamannalaun sem koma ofan á laun hans/hennar. Rétt eins og atvinnuleysisbótakerfið virkar, þú missir bætur eftir sem þú þénar meira. Málið afgreitt.

Því Þráin Bertelsson hefur verið hvað mest gagnrýndur fyrir að þiggja bæði laun frá Alþingi og listamannalaun, ég er að koma með tillögu sem myndi leysa slíkan vanda. Þetta er aðeins spurning um nýja reglugerð/lög um þessi laun og að gæta réttlætis. Eins sparar þetta ríkinu heilmikla peninga.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Fínn pistill og sanngjarn.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2010 kl. 23:56

2 Smámynd: Ragnar Birkir Bjarkarson

takk fyrir góðan pistil, mér finnst að hann þráinn ætti að geta aðeins þegið annaðhvort - líkt og þú segir - hafa smá launaÞak á þessu dæmi - hann skaut sig aðeins í fótinn greyið karlinn með þessum ummælum

Ragnar Birkir Bjarkarson, 8.3.2010 kl. 07:18

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - kærar þakkir!

Ragnar - hehehe ... já, góður punktur ég skil hvað þú meinar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.3.2010 kl. 09:18

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Haukur. Ég er alfarið á móti því að verið sé að henda skattfé í listarugl. Ef listamenn eru góðir hljóta þeir að geta selt list sína.

Ef ríkið á að fjármagna áhugamál einstaklinga vil ég fá laun fyrir að vera heima og horfa á bíómyndir. Er ég ekki að styðja við list með því?

Theódór Norðkvist, 8.3.2010 kl. 15:21

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Listarugl segir Theódór. Það má nefna að Listasafn Íslands hefur slegið öll aðsóknarmett á síðasta ári svo það er gott að vita að enn eru til þeir sem unna list. "Hvað græðum við á list" mér þótti vænt um að lesa Guðsteinn hvernig þú lítur á það mál. Það er til fleira en flatskjáir og jeppar sem gefa lífinu gildi.

Finnur Bárðarson, 8.3.2010 kl. 16:18

6 identicon

Þráinn segir bara satt en dregur úr fjölda fábjána hérlendis, mín skoðun er að 90% þjóðarinnar séu fábjánar því ekki væri ástandið eins og það er ef svo væri ekki!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 16:19

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - ef einhver fjármagnar ekki fólk sem á ekki milli hnífs og skeiðar, og er það fólk sem er jafnvel líklegt til þess að skapa atvinnu, þá sé ég ekki eftir peningunum.

Finnur - VEL MÆLT!  :) Ég bendi á hann Erró okkar, sem hefur eignað sér nafn í öllum listasögubókum heims. Eins hana Björk okkar, sem þarf ekki að útskýra nánar. Allt sem þetta fólk gerir skapar tekjur, og viljum við ekki gefa svona einstakling tækifæri? Á krepputímum eins og þessum eigum við einmitt að leita nýrra atvinnuleiða, og er listinn sterkur kandídat!

Ragnar - það eru örfáir menn sem komu okkur í þessa klípu, ekki hengja bakara fyrir smið.


Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.3.2010 kl. 16:25

8 Smámynd: Vendetta

Þessar bækur sem Þráinn hefur skrifað, fjalla þær ekki allar um hann sjálfan? Ég gæti alveg gert það og þegið listamannalaun fyrir - ævilangt. Hins vegar er ég allt of hæverskur til að skrifa um hin mörgu afrek mín

Vendetta, 8.3.2010 kl. 19:21

9 identicon

? % þjóðar eru fábjánar. Það er töff. Flottur pistill hjá þér vinur. Gangi þér sem best.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 20:11

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vendetta - það er einmitt það sem ég hugsaði líka, en ég er bara einhverskonar ég. 

Valgeir Matthías - þetta voru hans orð ... þ.e.a.s. Þráins.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.3.2010 kl. 21:57

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Var Þráinn kannski að tala um þá sem kusu hann?

Fimm prósent fífl segir Þráinn
Það mat hans er ekki út í bláinn
Ber að þakka það bjálfum
að Þráni sjálfum
á Alþingi tókst að ná inn?

Theódór Norðkvist, 9.3.2010 kl. 02:48

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehehe ... flottur Teddi!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.3.2010 kl. 10:06

13 identicon

Hvar er samt sem áðður sanngirnin í því að velja og hafna hverjir eru listamenn og hverjir ekki ?

Sérðu tónlistarfólk, ljósmyndara eða leikara fá listamannslaun.  Er eitthvað auðveldara að koma sér á framfæri í þessum greinum ?

Ég er hlynntur stuðningi við listir en að borga full laun þykir mér alltof mikið.  Fólk ætti að geta sótt um styrki til einstakra verkefna.

T.d. ef ég fengi hugmynd um að búa til eitthvað listaverk þá gæti ég sótt um styrk til efniskaupa og fleira sem til þarf.

Með styrkjum frekar en launum þá fjölgar fólki sem nyti góðs af slíkum styrkjum og listaflóran yrði mun fjölbreyttari. 

Aftur á móti með fækkun listamanna á launum þá ertu að gera þessa örfáu ennþá meira útvalda og óréttlætið og jafnræðið verður ennþá minna.

Þetta eru allavega mín 5 cent í þessa umræðu :)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:18

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir góðan pistil en ég held að Teddi hafi hitt naglann á höfuðið

Sigurður Þórðarson, 11.3.2010 kl. 10:51

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnar - þú kemur með afar góða spurningu, því eins og er þá eru þessir styrkir aðallega veittir til myndlistar og - tónlistarfólks. Sjá betur hér. Ég er reyndar sammála þessu styrkjafyrirkomulagi sem þú stingur uppá, og tel ég það óvitlausa hugmynd. En það eru samt sem áður til viss einstök tilfelli sem réttlæta laun.

Siggi - Teddi er flottur, og hagyrtur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.3.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 587808

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband