Barrátta Ólafs F. gegn mútuþægni verður að halda áfram!

Ég er búinn að fá nóg af gerspilltum lýðræðislegum kjörnum fulltrúum sem eiga að heita að stjórna þessu landi, og þess vegna styð ég Ólaf heilshugar í hans góðu barráttu gegn spillingu og afneita honum ekki eins og fyrrverandi félagar mínir úr F-listanum. 

Mér gæti ekki verið meira sama hvaða bókstafur er við hann kenndan, en barráttu hans styð ég heilshugar, hvort sem það heitir F eða óháður, ég hef hvort sem er litið á hann sem óháðan síðan hann klauf sig frá F-listanum! 

Svona menn er nauðsynlegir til þess að halda aftur af því fólki sem hefur misnotað aðstöðu sína, og er það einmitt hans hlutverk að benda á kýlin þegar þau skjóta upp sínum ljóta kolli. Og hvet ég Ólaf heilshugar að halda ótrauður áfram í því góða starfi sem hann hefur verið að sinna, þótt að það fari fyrir brjóstið á mörgum borgarfulltrúanum. Joyful

Helga Guðrún Eiríksdóttir, sem stýrir stuðningsmannasíðu forseta Íslands, hefur nú opnað nýja baráttusíðu til stuðnings Ólafi F Magnússyni geng mútuþegum.

Lengi lifi réttlætið og burt með spillinguna! Cool


mbl.is Afneita Ólafi F. Magnússyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sammála..ég er hrifinn af þessu sem Ólafur er að gera..þetta pirrar 4-flokkinn..sem er fínt..Ólafur áfram svona.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 2.2.2010 kl. 22:31

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Ægir, ég þakka athugasemdina.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.2.2010 kl. 22:56

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, félagi! Vísa til þriggja nýjustu spillingarpistla minna (allra frá síðustu dögum!):

1) Var reynt að kaupa Samfylkinguna til aðstoðar?

2) Það hefnir sín fyrr eða síðar að misnota almannafé.

3) Þrýstingur í fjölmiðlum neyðir pólitíkusa til að sleppa bitlingum!

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 3.2.2010 kl. 00:12

4 Smámynd: Jens Guð

Ólafur hefur staðið vaktina gegn spillingu.  Það skiptir máli.  Miklu máli.

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 00:25

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Og ég er að sjálfsögðu hjartanlega sammála.

Bestu þakkir fyrir þinn góða liðstyrk, Haukur minn, og ykkar hinna. Spillinguna verður að uppræta og Ólafur hefur kjarkinn til þess. Hann heldur ótrauður sínu striki þrátt fyrir að verða ítrekað fyrir fólskulegum persónulegum árásum frá þeim gerspilltu og gegnum rotnu pólitíkusum sem sólundað hafa með fjármunum okkar eins og um þeirra eigið skotsilfur væri að ræða.

Það ætti að vera sjálfsögð og eðlileg krafa okkar allra að mútugreiðslur og leynireikningar heyri sögunni til. Við kjósum þetta fólk til að vinna í þágu þjóðfélagsins að umbótum og hagsæld en ekki til að það moki fjármunum í eigin vasa og komi sér upp gagnkvæmum samtryggingavef valda og pengingaspena.

Núverandi borgarstjóri er einn þeirra sem hafa skarað ótæpilega að eigin köku. Skemmtiferðin sem hún fór til Feneyja og "gleymdi" að skýra frá var sko engin kreppuskreppur. Þar dirfðist hún að sólunda mörg hundruð þúsundum af skattfé samborgara sinnar í persónulega lúxusferð. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. 

Svona spillingu verður að uppræta.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.2.2010 kl. 00:55

6 Smámynd: Jens Guð

  Helga Guðrún:  Heyr,  heyr!  Þú segir allt sem ég ætlaði að segja.

Jens Guð, 3.2.2010 kl. 01:22

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábært Guðsteinn Haukur. Þú ert öflugur málsvari heiðarleika og réttlætis.

Sigurður Þórðarson, 3.2.2010 kl. 04:05

8 identicon

Já kallinn er góður en hvað með að setja hann í Fjármálaráðuneytið sem regluvörð og gegni sama hlutverki á Alþingi??

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:17

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Valur - ég þakka stuðningin, og einnig tenglanna sem þú setur inn, þau varpa betra ljósi á allt saman, og hvet ég fólk til þess að smella á þá og skoða þá.

Jens - jú, það er það stendur uppúr og má sú barrátta ekki hætta.

Helga Guðrún - vel orðað, og er ég sammála hverri setningu. Ég segi eins og Jens: heyr, heyr!

Siggi - kærar þakkir!

Þór - jú það er alveg spurning ... en tíminn leiðir það í ljós.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.2.2010 kl. 10:25

10 identicon

Ég tek heilshugar undir með þér Guðsteinn...

spilling er inngróin í íslensku samfélagi og þarf maður ekki annað en að líta til eigin heimabyggðar eins og hér í Mosfellsbæ þar sem ég bý til að finna skólabókardæmin um þetta vandamál samfélagsins.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:08

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ólafur sem er ekki horfinn (sem betur fer) takk fyrir þetta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.2.2010 kl. 12:32

12 identicon

Þetta verður allt leitt í ljós fljótlega með útgáfu bókarinnar góðu frá Alþingi en eitt er víst að allt verður vitlaust þegar fólki verður kunngert hverjir sviku þjóðina og hvernig ásamt aðalleikurum.  Grátlegt en satt.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 14:25

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt hjá þér Þór, og verður áhugavert hvað kemur útúr því.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.2.2010 kl. 14:47

14 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hef fulla trú á Ólafi F. Magnússyni, - hann veit alveg hvað hann er að gera og hvað hefur verið að gerast :o)

" Innsæið mitt segir það "

Vilborg Eggertsdóttir, 3.2.2010 kl. 18:25

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sama hér Vilborg!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.2.2010 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband