Alþjóðleg bænavika

SættumstJæja kæru trúsystkini. Nú er tími til þess að slíðra sverðin og gera það sem Jesús skipaði okkur að gera, og standa saman að samkirkjulegri bænaviku. Um er að ræða ALLA kristna söfnuði landsins sem standa að þessu, og gladdi það mig mjög að sjá forstöðumann Aðvent kirkjunnar vera með ritningarlestur ásamt forstöðumanni mínum á sunnudaginn var. Cool Sem kom skemmtilega á óvart, því ég og Friðrik Schram, prestur kirkju minnar, höfum ekki legið á okkur skoðunum varðandi Aðvent söfnuðinn og margar skoðanir þeirra.

Þetta er svo dagskráin fyrir bænavikuna:

Dagskrá bænavikunnar á höfuðborgarsvæðinu

Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Útvarpsmessa í Dómkirkjunni með þátttöku allra trúfélaganna. Predikun: Högni Valsson, forstöðumaður í Veginum.

Sunnudagur 17. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Kristskirkjunni. Ræðumaður: María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 12.00
Hádegisbænastund í Dómkirkjunni.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 19.00
Blessunarathöfn í sjónum við Nauthólsvík á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Bænastund hjá Hjálpræðishernum

Miðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund í Friðrikskapellu.

Fimmtudagur 21. janúar kl. 18.30
Bænastund í Landakotskirkju.

Fimmtudagur 21. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Hjálpræðishernum. Ræðumaður: Þorvaldur Víðisson miðborgarprestur

Föstudagur 22.janúar kl. 20.00
Samkoma í Aðventkirkjunni. Ræðumaður: Friðrik Schram, prestur og forstöðumaður Íslensku Kristskirkjunnar.

Laugardagur 23. janúar kl. 20.00
Sameiginleg samvera í húsnæði SALT, Háaleitisbraut 58-60, með þátttöku allra trúfélaga. Ræðumaður: Jón Þór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.

Dagskrá bænavikunnar á Akureyri

Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri.

Mánudagur 18. janúar kl. 20.00
Bænastund í Hvítasunnukirkjunni

Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, 

Miðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund á Hjálpræðishernum, 

Fimmtudagur 21. janúar kl. 12.00
Kyrrðar og fyrirbænstund í Akureyrarkirkju,

Fimmtudagur 21. janúar klukkan 20.00
Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Hvítasunnukirkjunni, ræðumaður Níels Jakob Erlendsson frá Hjálpræðishernum.

Laugardagur 23. janúar kl. 12.00
Samkoma í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi

Sunnudagur 24. janúar
Bænavikunni lýkur í guðsþjónustum safnaðanna

Ég ætla meira að segja að reyna að mæta til aðventista ásamt forstöðumanni mínum (ef ég kemst) og sýna samhug í verki. Menn þurfa ekki að vera svarnir óvinir þótt ósammála séum í örfáum atriðum. Ekki satt JanusWink

Slíðrum sverðin og tökum höndum saman á þessum neyðartímum, jarðskjálftinn Haítí, staða Íslands og fleira þarfnast fyrirbænar! Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér “, sagði merkur maður eitt sinn, og reynum að fylgja hans vitru orðum.  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Amen

Ursus, 18.1.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmm? Hvar sagði Jesú að menn ættu að standa saman að samkirkjulegum bænavikum?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 07:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Manstu hvaða merki maður sagði: "Sameinaðir stöndum vér..."?  Þetta er jú úr dæmisögum Esóps, en hverjum vilt þú eigna þetta?

Það er annars ánægulegt að trúarsöfnuðir ætli að gera undantekningu á háttsemi sinni og sleppa erjum og óeiningu í einn eða tvo daga. Að það þurfi serstakt átak til, segir þó sína sögu.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 08:02

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Steinar:

Hmm? Hvar sagði Jesú að menn ættu að standa saman að samkirkjulegum bænavikum?

Hvurgi, en við gerum það bara samt!

Manstu hvaða merki maður sagði: "Sameinaðir stöndum vér..."?  Þetta er jú úr dæmisögum Esóps, en hverjum vilt þú eigna þetta?

Ég mundi bara setninguna, en get ómögulega munað hver það var sem sagði þetta!  Manst þú það?

Það er annars ánægulegt að trúarsöfnuðir ætli að gera undantekningu á háttsemi sinni og sleppa erjum og óeiningu í einn eða tvo daga. Að það þurfi serstakt átak til, segir þó sína sögu.

Eru öll íþróttafélög sammála? Er það ekki annars mennskt eðli að hafa mismunandi skoðanir? Nei ég bara spyr, því sama gildir um kirkjurnar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.1.2010 kl. 13:24

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ursus - Amen sömuleiðis. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.1.2010 kl. 13:24

6 Smámynd: Mofi

Allar þessar kirkjur eru ósammála um margt, í flestum tilfellum er það ástæðan fyrir því að um er að ræða sér kirkjur. En það er auðvitað mikilvægt að muna eftir og hafa í hávegum það sem sameinar þessar kristnu kirkjur og geta rökrætt á vingjarnlegum nótum um það sem við erum ósammála.

Ég að minnsta kosti vil reyna að hlusta á Friðrik, enda sé ég ekki betur en hann mun verða í minni kirkju.

Mofi, 19.1.2010 kl. 13:33

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Íþróttafélög??  Eru trúarbrögð þá svona Liverpool Man U dæmi? Alveg var ég búinn að fá það á tilfinninguna að það risti ekki dýpra.

Setningin sem þú nefnir. Já ég segi þér það: Esóp. Fannst þú vera að eigna það einhverjum sérstökum af því að þú talar um merkan mann. Esóp var það sennilega.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 13:54

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dóri

Einmitt!

Jón Steinar

Íþróttafélög??  Eru trúarbrögð þá svona Liverpool Man U dæmi? Alveg var ég búinn að fá það á tilfinninguna að það risti ekki dýpra.

Stundum er það þannig, ekki alltaf en stundum. 

Setningin sem þú nefnir. Já ég segi þér það: Esóp. Fannst þú vera að eigna það einhverjum sérstökum af því að þú talar um merkan mann. Esóp var það sennilega.

Ég eignaði engum neitt, ég talaði aðeins um merkan mann sem þú ert búinn að koma á framfæri. Og þakka ég fyrir það. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.1.2010 kl. 15:25

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll guðsteinn minn

Takk fyrir síðast, komin heim á hjara veraldar.

Ég sé að Jón Steinar vinur minn er í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Megi almáttugur Guð frelsa hann þannig að við þrjú stöndum saman.

Guð veri með þér

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.1.2010 kl. 23:35

10 Smámynd: Vendetta

Takk fyrir upplýsingarnar, Guðsteinn. En einhvern veginn efast ég um að ég muni leggjast á bæn.

Góðar stundir.

Vendetta, 27.1.2010 kl. 17:53

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - sammála!

Vendetta!! Hvar hefur þú alið manninn???

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.1.2010 kl. 19:18

12 Smámynd: Vendetta

Ég hef ekki verið sérlega aktífur, enda ákvað ég að taka mér pásu. Ég var kominn með bloggfíkn á háu stigi og það var farið að bitna á öllu öðru. Ég hef samt kíkt inn á bloggið öðru hverju án þess að skrifa neitt.

Svo ákvað ég í fyrrasumar að byrja aftur, en þá var ég búinn að gleyma lykilorðinu og þar eð svo langt var um liðið, þá gat ég af ýmsum ástæðum ekki fengið nýtt. Og ég skrifa aldrei niður lykilorð af sjúklegri hræðslu við að einhver kynni að detta um það. En ég fór þá að taka eftir því að margir af bloggvinum mínum höfðu yfirgefið "skútuna", bæði vinur minn DoctorE, Halkatla og þú, Zeriaph auk annars skynsams fólks. Þá var eins og löngunin eftir að koma aftur var ekki eins sterk.

Allavega, þá ákvað ég nýlega að reyna að nota aðra leitaraðferð að lykilorðinu.  Ég stillti á "Extensive search" í heilanum og viti menn, ég fann það by proxy. Svo opna ég svæðið og sé að mbl. er búið að setja nýjar reglur, sem takmarka notkun mína og annarra sem líður bezt við að blogga undir nafnleynd (margir bloggvinir mínir hafa sennilega hætt að blogga út af þessu). Eins og ég hef skrifað áður í sambandi við ástæðuna fyrir nafnleyndinni, þá á ég heimska ættingja (það telur þó ekki nánustu fjölskyldu mína) og starfsfélaga og hef engan áhuga á því að það fólk fræðist um mínar skoðanir á málunum, enda myndi ég þá aldrei heyra endinn á því.

Hvort ég leggi bloggsvæðið mitt niður alveg, veit ég ekki. Í öllu falli verð ég sennilega áfram frekar passífur.

Vendetta, 27.1.2010 kl. 20:59

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott er að sjá skrif þín aftur Vendetta, og hvet ég þig til þess að endurskoða hug þinn um að hætta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.1.2010 kl. 13:50

14 Smámynd: Vendetta

Takk fyrir. Ég mun hugleiða málið. Ég gef mér sama umhugsunartíma og súpertölvan í "The Hitchhikers Guide to the Universe".

Vendetta, 28.1.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 587809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband