Færsluflokkur: Trúmál

Gleðilega hátíð!

faeding_jesu_945202.jpgÍ dag minnumst við fæðingu frelsarans, og vil ég óska öllum því góða fólki sem ég hef kynnst hér um netheima gleðilegra jóla.

Mikið er ég feginn að ég forsjáll og  var búinn að sjá um jólagjafainnkaup fyrir Þorláksmessu og laus við allar biðraðir og tilheyrandi geðveiki. Við hjónin kaupum nefnilega yfirleitt jólagjafir yfir allt árið, sér í lagi þegar góð tilboð eru, þá grípum við gæsina! Cool

Þessi ráðstöfun hefur sparað okkur stórfé, en auðvitað situr eitt og eitt eftir, og slíkt gerum við sem betur sjaldnast á seinustu stundu! 

Annað var það nú ekki, en jú auðvitað: munum eftir þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar.

Guð blessi ykkur og geymi yfir hátíðarnar! 


mbl.is Jólastemning í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíldardagurinn og helgi hans

Ég er lútherskur maður, og held hvíldardaginn uppá sunnudag. Sumir gallharðir aðventistar vilja meina að ég sé einhver „lögmálsbrjótur" og jafnar því við að ég sé að brjóta eitthvert af boðorðunum tíu fyrir það eitt að hegla sunnudeginum Guði. Þessi farísei borðar heldur ekki svínakjöt, heldur að jörðin sé 6000 þúsund ára og er bókstafstrúarmaður með meiru! Shocking

Þessi maður heitir Halldór Magnússon er víðfrægur um bloggheima, sér í lagi fyrir einarða afstöðu sína og þrjósku. Whistling  Nýjasta uppátækið hans, er að ráðast á prest minn, Friðrik Schram í Íslensku Kristskirkjunni, og fer hann föstum skotum á Friðrik þar sem hann lýsir honum sem lögmálsbrjót og hinn mesta syndasel, sem er svo fjarri lagi að hálfa væri hryllingur.

Ég mótmæli því harðlega þessum staðhæfingum, en lítum aðeins yfir nokkrar staðreyndir um helgihald á sunnudögum.

Sunnudagurinn sem er alþjóðlegur hvíldardagur kristinna manna, af því að hann er dagur upprisunar (sem átti sér stað daginn eftir hvíldardaginn). Lítum á nokkur mikilvæg atvik þar sem Jesús birtist upprisinn í holdi á sunnudögum:

  1. Hann birtist Maríu, á morgni upprisunar -  Matt 28:8-10, Mark 16:9 og Jóh 20:11-18.
  2. Hann birtist tveimur lærisveinum á leið til Emmaus - Lúk 24:13-33 og Mark 16:12-13.
  3. Hann birtist Símon Pétri - Lúk 24:31-35.
  4. Hann birtist ellefu lærisveinum að kveldi upprisudagsins. Mark 16:14-18, Lúk 24:36-44 og Jóh 20:19-23.
  5. Hann birtist ellefu lærisveinum „átta dögum seinna" - Jóh 20:26-29.

Hvað segir ofangreindar staðreyndir okkur? Jú, að á Hvítasunnu fæddist kirkjan! Enginn er að segja að hvíldardagurinn sé ekki á laugardegi, en ofangreint segir hins vegar að þessi ríka áhersla á laugardaginn er ekki eins rík og er haldið fram af hópum eins og aðventistum.

Þegar einhver dagur er nefndur í sambandi við upprisu Jesú, þá gerist það ætíð á sunnudegi! Förum aðeins betur yfir það:

  1. Jesús lét þeim bregða með því að birtast þeim á fyrsta degi vikunnar. - Jóh 20:27-28.
  2. „Efasemda" Tómas lofsamaði hann á sunnudegi. - Jóh 20:27-28.
  3. Á sunnudagskvöldi tók Jesús brauð sem hann blessaði og braut handa lærsveinum sínum. Hann hélt sakramenti (heilaga kvöldmáltíð) að kveldi sunnudags og útfrá því varð það hefð hjá fylgjendum hans og lærisveinum. - Lúk 22:19.
  4. Hann veitti lærisveinum það vald að fyrirgefa í sínu nafni fyrir þá sem á hann trúa í gegnum fagnaðarerindið. - Jóh 20:23.

Út frá þessum einföldu staðreyndum má segja að sú hefð sem kristnir fylgja er að fordæmi Jesú. Enda erum við ekki gyðingar, og er það skírt tekið fram í nýja testamentinu að við erum taldir „heiðingjar" eða „gentiles", það orð var oft notað um þá sem ekki gyðingar voru.

Aðventistar og fleiri vilja greinilega ólmir umskera okkur hina og gera okkur að gyðingum. Þeir virðast vilja leggja á okkur þær sömu kvaðir í sumum tilfellum og farísearnir til forna.

Því afar mikilvægt atriði í þessu er að Jesús uppfyllti lögmálið, maður sem vann oft á hvíldardögum og húðskammaði faríseana fyrir að taka þessu svona bókstaflega. Jesús er herra hvíldardagsins, og tel ég mig öngva synd drýgja með því að hafa helgihald mitt uppá sunnudag. Ég er ekki gyðingur né farísei, og reyni eftir fremsta megni að fylgja boðskap Jesú Krists!

Guð blessi sunnudaga og alla daga, hvíldardagurinn var vissulega á laugardegi ... hjá gyðingum! Það er ekki endilega víst að þetta eigi við alla! Gleymum því ekki og hættum að þræta um lögmálsatriði og boðum trúna, við boðum hana ekki með því að leggja á fólk kvaðir eins og banna svínakjöt - og skelfisksát. Þrætum ekki um smáatriði og sýnum fram á elsku Jesú, ekki hvað sumir kristnir hópar, þó sérstaklega aðventistar geta verið smámunasamir.

 
 Góðar stundir og þakka ég lesturinn.

Endurkoma trúmannsins ...

Jæja, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og nokkrar áskoranir þá ætla ég að snúa aftur á moggabloggið. Ég mun hafa þann háttinn á að ég birti sömu greinar á báðum stöðum. Cool

Ég vona að ég verði meira til gagns en ógagns, og vona ég að þið fyrirgefið þetta hringl á mér og verð ég greinilega að losa mig við þetta áfasta framsóknargen.

En öllu gamni sleppt hlakka til að sjá ykkur aftur og ræða málin! Smile


Samskipti guðleysingja og trúaðra

Eru guðleysingjar siðlausir? Horft frá augum trúaðs manns

Ef þú þarft að spyrja þig ofangreindar spurningar þá er svarið NEI! Ég trúi ekki að ég sé að verja þennan hóp, en mér leiðast ósannar dylgjur og það virðingarleysi sem stundum einkennir umræður á milli trúfólks og trúleysingja.  

Trúleysingjum almennt skortir ekki siðferði, langt í frá. Það sem hefur farið hvað mest fyrir brjóstið á trúfólki í málflutningi guðleysingja, þó sérstaklega hóp sem kennir sig við Vantrú, er hvernig þeir koma stundum fram við okkur sem er ekki alltaf uppá marga fiska.

Erum við öll saklaus af dónaskap?

Sumir trúaðir eru síður en svo saklausir af dónaskap í garð annarra, og verðum við að hafa í huga að sumir beita stundum ritningunni sem dæmandi vopni gegn þeim. Við megum ekki nota ritninguna til þess að dæma aðra. Ef ég tek gróft ímyndað dæmi, þá er það eitthvað á þessa leið sem ég er að tala um, eða eins og þetta gervisamtal:

Guðleysingi: Þið eruð að boða eitthvað sem er ekki til, það er ekki búið að sanna tilvist Guðs, hvað þá helvíti eða himnaríki

Trúaður svarar með ritningarstað:

Prédikarinn 7:25
Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa.

Skiljið þið hvað ég meina? Svona svör geta verið sár og þótt við séum ekki alsátt við guðleysingja og þeirra boðskap, þá megum við ekki beita ritningunni á þennan máta, sumt er stundum betur ósagt látið. Ég minni á að við eigum að vera trúboðar, ekki trúfælur. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að nota ritninguna, heldur aðeins að við verðum að passa hvernig hún er notuð.

Við verðum að hafa í huga að svara alltaf með því hugarfari: „hvað hefði Jesús sagt" í öllum okkar aðstæðum. Því sumt á við og annað ekki, sérstaklega þegar menn beita ritningunni gegn öðrum með óvirðingu eða aðeins til þess gert að koma dæmandi höggi á viðkomandi og jafnvel særa. Það er ekki kristilegt!

Ég vil minna á þennan ritningarstað til trúaðra og við geymum hann bak við eyrað:

Sálmarnir 39:2
Ég vil hafa gát á breytni minni svo að ég syndgi ekki með orðum mínum.
Ég vil hafa taumhald á tungu minni þegar guðleysingjar eru í nánd við mig.

En eru guðleysingjar saklausir?

Það eru þeir ekki, síður en svo, og sumir hverjir eru orðljótir dónar, en sem betur fer eru þeir ekki margir. Þeir eiga það líka til að kalla okkur trúfólkið hálfgerða vanvita að trúa á eitthvað yfir höfuð, og um leið vanvirða okkar lífsskoðun, sem fer mjög fyrir brjóstið á okkur trúfólkinu. En munum það bara að í öllum okkar samskiptum eigum við að reyna eftir fremsta megni, að hafa gagnkvæma virðingu að leiðarljósi, og við sem trúuð erum eigum að reyna að vera fyrirmyndir í því.

Guð blessi ykkur öll og þó sérstaklega trúleysingjanna!  ;)

 


Af hverju halda aðventistar að jörðin sé 6000 ára gömul?

Margir sem hafa rætt við aðventistann Mofi/Halldór Magnússon hafa orðið vör við staðfestu hans við þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 þúsund ára. En af hverju stafar þessi staðfasta trú þeirra?

Aðventistar
Ég fór á stúfanna og fór að rannsaka þá, og fann nokkrar staðreyndir um þessa hreyfingu sem eru afar athyglisverðar. Þeir byggja meginstoðir trúar sinnar á boðskap Ellen G. White (1827-1915) – spámann/konu þeirra. Út frá henni byggja þeir margar kenningar sínar eins og t.d. með aldur jarðar og fleiri atriði.

En hver var þessi Ellen G. White?

ellen G WhiteAðventistar eru sannfærðir um spámannlegt vald Ellen G. White. Hún ritaði margar bækur um heilsusamlegt líferni og helgi Sabbatsins. Eftir andlát eiginmanns hennar; aðventistaprestsins James Springer White (1821-1861) þá varð hún leiðtogi sjöunda-dags aðventista safnaðarins.

En af hverju er jörðin svona ung í þeirra augum?

Skýringin fyrir þessa miklu trú aðventista að jörðin sé 6000 þúsund ára gömul er einmitt vegna Ellen G. White og það sem er um hana ritað. Úr bókinni: Óvæntar staðreyndir um sögu jarðar eftir Harold Coffin. (Bókaútgáfan Fell. Reykjavík. 1978.) Stendur eftirfarandi og skýrir ýmislegt varðandi þessa kenningu:

„Mósé og Ellen G. White fengu að sjá upphafssögu jarðarinnar í sýn og bæði hafa þau ritað það sem þau sáu. Í vissum skilningi er þetta eina frásögn "sjónarvotta" sem við höfum um sköpunina. Ellen White veitir samfellt víðsýni yfir sögu jarðarinnar frá upphafi til enda. Hún gerði sér grein fyrir því af því sem hún sá að jörðin var 6000 ára gömul."

 

looking_down_on_earth.jpgHver er þá mín afstaða?
Þjóðkirkjan ásamt mér sjálfum trúum ekki að jörðin sé svona ung, heldur viðurkenni ég þróun og lít ég svo á að Guð er ekki upphafinn yfir slíkt verk. Að mínu mati er jörðin margra milljóna ára og haldast vísindin hönd í hönd við skaparann sjálfann. Annars er  ekki hægt að útskýra tilvist risaeðlanna og fleiri atburða í sögu þessarar plánet á vitrænan máta nema að taka tillit til vísindanna. Guð er snilldar hönnuður og trúi ég að hann hafi útbúið þessa þróun og hafa mennirnir nýlega uppgötvað hana.

Ellen „greyið“ White hafði sem sé rangt fyrir sér að mínu mati, og tel ég hana sem og aðventista hafa rangt fyrir sér. Þeir kunna að segja við mig að ég sé trúlítill eða eitthvað á þá leið, en sköpunarsöguna lít ég sjálfur á sem fagurfræðilega leið til þess að útskýra fyrir bronsaldarmönnum hvernig heimurinn varð til. Sumu á ekki að taka bókstaflega því annars værum við illa stödd.

Góðar stundir.


Því ekki?

Margir hafa rekið upp stór augu að ég veiti þessu málefni lið. En eins og margir hafa bent á er þetta ekki neitt einsdæmi í heiminum, til að nefna þýska Kristilega Demókrata Flokkinn eins og Axel bloggfélagi bendir á.

Það er mér þungt í hjarta að sjá viðbrögðin við þessari hugmynd, sjálfskipaðir sleggjudómarar bloggsins hafa blásið þessu af borðinu eins og ekkert sé, án þess þó að kynna sér hvað er um að vera.

Ég sjálfur er ekki að fara í neitt framboð, en þar sem þetta þverkristileg samtök tel ég að tími sé kominn á að kristnir hér í landi vakni og fara taka til sinna mála. Þetta er aðeins byrjun af vonandi miklu meira og á eftir að fjölga í "söfnuðinum" ef ég má orða það svo. Dæmum því ekki fyrirfram og sjáum hvað úr þessu verður.


mbl.is Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofum ekki á verðinum, verum vakandi fyrir öfgum!

Í dag eru átta ár síðan Al-Qaida réðst á tvíburaturnanna í bandaríkjunum. Ég ætla ekki að hafa þessa grein mjög langa, heldur að leyfa myndunum að tala sínu máli:

9-11.jpg132113924_5b17bf600a.jpg

911twintowers.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 9a-11.jpg

 9_11_cross_copy.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig minni ég á þessar fréttir:

Þessa konu átti að hýða og sekta fyrir það eitt að ganga í buxum... GetLost

mbl.is Buxnakona laus úr fangelsi

Réttindi kvenna er fótum troðinn og minni ég á að sumum greinum Íslams fyrirfinnst umskurn á konum, sem ég reyndar kalla sjálfur limlestingu! Angry

burkas_908225.jpg

mbl.is Giftingar barna bannaðar en umskurn kvenna leyfð

Danir eru ennþá að gjalda þess að hafa gert hinar víðfrægu skopteikningar af Múhameð, og þar sem ég er skopteiknari sjálfur ... þá hræðir þetta mig allverulega! Shocking

mbl.is Hryðjuverkahætta í Danmörku

Það eru fáir í dag sem þora að standa upp og gagnrýna öfga Íslam, ekki bara vegna viðbragða fólks, heldur einnig vegna heiftarlegra viðbragða öfga Íslams.

Segjum sem svo að ef ég sem skopteiknari væri kominn á dauðalista, og við sem þjóð skotmark hryðjuverkamanna vegna skopteikninga, þá held ég að einhver myndi vakna af værum svefni hér á landi! Við verðum bara að vakna og horfa á blákaldar staðreyndir, því þessi grein er engan vegin öfgafull, því um blákaldar staðreyndir eru að ræða.

Þetta er ÖFGA Islam!!

Ég vona einnig að ég þurfi ekki að taka fram að ég er að fjalla um ÖFGA ÍSLAM!! GetLost Bara svo það sé á hreinu svona fyrir ykkur sem ætla að henda sögu kristninnar framan í mig og hina "pólitískt réttu" sem vilja hlífa öllum við gagnrýni og kalla það fordóma.

Svona öfgar hvort sem það er Íslam, guðleysingjar eða jafnvel kristni verður að sporna við! Ekki satt? Verum því á varðbergi.


Guð blessi minningu þeirra sem létust í þessum hroðalegu árásum þann ellefta september 2001.

P.s. for the people who use google translate, I want to point out that I am criticizing extreme Islam, not muslims in general.


mbl.is Átta árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt og Svarað um trú: Trúaður svarar

Ég ætla gera heiðarlega tilraun til þess að útskýra af hverju ég er trúaður, og um leið svara nokkrum spurningum sem hafa birst í öðrum greinum hjá mér og í daglegu lífi.


„Af hverju trúir þú á æðri mátt?"

Mitt svar:Jesús
Friður, hver mannsál leitar eftir svo kölluðum "innrifrið" alla sína ævi, og eru til óteljandi vegir í þeirri leit. Það tómarúm sem er í hjarta hvers er nefnilega hægt að fylla.

Ef við tökum mig sjálfan sem dæmi, hef alltaf verið mjög feiminn, og oft á tíðum erfitt að skilja hvað ég segi sökum þessarar feimni og verð fremur lágmæltur. Þetta er einn af fjölmörgum kostum við að eiga Guð að sem vin. En ég tek fram, að þetta vandamál er léttvægt miðað við marga aðra. Ég komst til trúar sökum sannfæringar ekki vegna vandamála í eigin lífi.

Eins ef t.d. dauðsfall, slys eða aðrar hörmungar banka uppá, þá leitar niðurbrotinn sála mín á náðir Guðs til huggunar, og bregst það aldrei að Guð huggar mig í sárum mínum, og í gengum bænina vinn ég úr vandamálum mínum.

„Af hverju trúir þú á „Grimmann" Guð Gamla testimenntisins?"

Mitt svar:
Horfa verður á allar staðreyndir til þess að skilja Gamla testamenntið (GT). Líta á allar aðstæður þess tíma, umhverfið siði og venjur hvers tíma fyrir sig.

Margur guðleysinginn hendir því framan í trúað fólk að Guð leyfi nauðganir og að taka sér konu með valdi og gera hana að eiginkonu sinni. Við verðum að taka tillit til þeirra siða (sem þóttu sjálfsagðir á sínum tíma um heim allan) og venja sem tíðkuðust á hverjum tíma fyrir sig. Breytt siðferði hjá nútíma manninum á erfitt með að skilja þær aðferðir sem voru beittar t.d. gegn konum, eins og taka þær herfangi og annað slíkt. Á ritunartíma Bilíunnar var þetta nefnilega ekkert tiltökumál, og var allur heimurinn með svipaða eða eins siði. Því miður var þetta karlrembu samfélag og stjórnaðist einungis af karlmönnum, þess vegna var það algjör firra að Jesús sjálfur hafi átt eintal við samverska konu, sem var algert hneyksli að gera á þeim árum.

Jóhannesarguðspjall 4:9
9 Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.] 

Bara það eitt að tala við hana gat jafnvel þýtt útskúfun úr gyðingasamfélaginu, ekki bara vegna þess mikla rígs sem var á milli samverja og gyðinga, heldur einnig vegna þess að karlmenn áttu ekki að tala við konur á þann máta sem Jesús gerði, sérstaklega ekki sem jafningja. Fleiri dæmi mætti telja upp þar sem Jesús gengur í berhögg við alla siði og venjur varðandi konur, og hef ég alltaf talið Jesús vera fyrsta jafnréttissinnann sem ritað er um fyrir vikið.  

VonÞess vegna ef horft er lögmál gyðinga og það borið saman við orð og verk Jesú, þá hlýddi Jesús ekki alltaf öllum þeim boðum og bönnum sem Gyðingar voru vanir, og þess vegna segir hann sjálfur að hann hafi uppfyllt lögmálið með fyrirmynd sinni. Því er afar mikilvægt að nota Jesú sem túlkunarlykil á GT, og horfa á orð og gjörðir hans sem gagnrýni hans á samtímamenn sína sem hann skammaði fyrir að hafa breytt orði Guðs sér til hagsbóta. Þetta verður að horfa á.

En þessi grein er orðinn nógu löng, ég skrifa meira þegar fleiri spurningar koma, ég vona bara að þetta hafi svarað einhverju varðandi trú mína.

Guð blessi ykkur öll og þakka ég lesturinn.


Með skjöld trúarinnar ...

... misnota mislyndismenn sér trúna, alveg eins og Guðmundur í Byrginu gerði á sínum tíma. Þessi einstaklingur var greinilega með ljótan afbrotaferil, því í fréttinni stendur:

Hann og eiginkona hans Nancy eru nú bæði í haldi lögreglu en Garrido var áður  fundinn sekur um mannrán og nauðgun á áttunda áratug síðustu aldar.

Það segir allt sem segir allt segja þarf, Garrida er ljótt dæmi um mann sem bregst trausti, og þykist tala fyrir hönd Guðs í þeim efnum, en 'af ávöxtunum skulum við þekkja þá'  segi ég nú bara, og lýsi hér með viðbjóði mínum yfir gjörðir þessa manns.


mbl.is Telur sig sendiboða Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband