Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Mottukeppnin mikla - karlar og krabbamein

skeggEftir margar áskoranir og þrætur um hvað ég er herfilega ljótur með skegg, ég tala nú ekki um mottu, þá hef ég samt ákveðið að leggja góðu málefni lið.

Hér er prófillinn minn á karlarogkrabbamein.is. Hér eru leiðbeiningar um hvernig að þessu er staðið.

Sendu SMS á númerið 905-5555 með keppnisnúmeri 1878 í textasvæðið til að heita á keppanda
Ath - 499 krónur verða gjaldfærðar af símreikningi

Ég mun reyna að uppfæra þennan prófíl eins og ég get, og hvet ég alla sem þetta lesa að leggja þessu málefni lið! Cool

Tilgangur lífsins?

Í tilefni þess að Jóhanna vinkona skrifaði stutta grein um „tilganginn", þá varð það til þess að hennar orð veittu mér innblástur til þess að fara blogga aftur.

Jóhanna fer mjúku leiðina að þessu og talar um góðverk og þess háttar, allt þetta sefar sálartetrið og gefur hverjum manni þá sálarró og ánægju sem allir þurfa til þess að upplifa sanna ánægju. En hvaða svar er til þá við þessari stóru spurningu? Þ.e.a.s. tilgangi lífsins? Og hvar kemur kristinn trú þarna inn í mitt líf?

Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig

VonSagði Jesús á sínum tíma, og held ég að tilgangur lífsins sé að megin hluta vegna þeirra ástar sem við búum yfir. En hver er sú ást? Er hún aðeins til maka, foreldra, barna og nánustu vina? Nei, það er ekki svo einfalt. Við verðum að læra að náungi okkar getur verið hver sem er. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki hann er, hvaða íþróttafélag hann styður, eða hvaða trúar hann er. Náungi okkar er sá sem við mætum á götunni. Hann er sá sem við situr við hliðina á þér í strætó, eða jafnvel manneskjan í næsta bíl við þig. Ef einhver er í neyð, skaltu ætíð spyrja þig: „hvernig myndi ég vilja að komið væri fram við mig í þessari aðstöðu?" Fleira má sjálfsagt tína til, því mörg eru dæmin, en þið skiljið vonandi hvað ég er að fara. Horfum ekki framhjá neyð náunga okkar, öll erum við af sama stofni.

Til kristinna manna

Ég er enginn engill, og er syndum hlaðinn eins og allir aðrir. Ég hef alveg gerst sekur um allskyns tillitsleysi til náunga míns. En hvernig má lagfæra vandamálið?

Charles F Banning ritaði eitt sinn:

„Við erum allt of mörg sem höfum kristilegan orðaforða, fremur en góða kristilega reynslu."

Er það ekki málið? Eigum við sem kristin eru ekki að vera fyrirmynd af trú okkar? Er það ekki á okkar ábyrgð að koma fram af kærleika og ást? Gerum við slíkt bara á sunnudögum? (eða á laugardögum, ef það virkar betur) Nei! Við getum gert betur og hvet ég alla kristna sem ókristna sem þetta lesa að gera betur. Því ekki er þetta flókið, og sér í lagi á erfiðum tímum eins og Ísland hefur fengið yfir sig vegna heimskulegra verka nokkrar siðspilltra mammóns dýrkenda.

Boðskapurinn er einfaldur, og aðferðin einföld. Elskum náunga okkar eins og við sjálf ættum í hlut, það tel ég vera tilgang lífsins og allt annað er bara lífið sjálft. Það er að minnsta kosti mín skoðun. Cool

Góðar stundir.


♫♫ Gleðilegt ár! ♫♫

Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með þetta kraftaverk, að móðir og barn skuli lifna við og það á sjálfu aðfangadagskvöldi er auðvitað bara stórkostlegt!

 

gledilegt_ar2.jpg

 

En gleðilegt ár allir! Og þakka ég öllum gamalt og gott!


mbl.is Kraftaverk á jólum: móðir og barn lifnuðu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveðjublogg

Ég .. soldið gráhærður en samt ég!   :DJæja nú er undirritaður orðinn Eyjubloggari, ég var að fá aðganginn núna í morgun. Ég mun framvegis vera á slóðinni: http://blog.eyjan.is/gudsteinn/

Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína hingað í gegnum tíðina, sérstaklega þá umsjónarmönnum blog.is sem hafa sýnt einsdæma dugnað við koma upp einstaklega vel heppnuðu og fullkomnu bloggkerfi. 

Ég mun reyndar ekki alveg hætta hér, ég mun kíkja hingað annars lagið og máski tengja við eina frétt eða svo. En á eyjuna er ég kominn og sé ég ykkur þar!  Cool

Verið þið bless og Guð blessi ykkur öll!


Guðsteinn.is - mín eigin heimasíða kominn í loftið!

Ég var ásamt góðum vini mínum að setja upp heimasíðu. Hún á eftir að gegna þeim tilgangi að vera eins konar portfolíó fyrir mig og kem ég til með að nota hana til þess að koma mér á framfæri.

Arnar Geir Kárason er sá sem hjálpaði mér hvað mest við þetta, hann á og rekur fyrirtækið A2.is og er heimasíðan keyrð á kerfi frá honum. Cool Útlitshönnunin var algerlega mín en Arnar sá um mest alla forritun og að setja inn kerfið og er ég honum eilíflega þakklátur.  Joyful

Hér er skjámynd af síðunni fyrir þá sem nenna ekki að smella á þennan link sem leiðir þig inná guðsteinn.is. Ég keypti nefnilega lénið með íslenskum stöfum, sem þýðir að það er hægt að slá inn bæði: http://gudsteinn.is og http://guðsteinn.is - mér fannst þetta gefa nafni mínu meiri brag! Tounge

sida_916391.jpg
 

 Ég vona að þið fylgist með þróun þessa vefseturs, ég læt svo vita hver framþróunin verður.  Cool


Miðjarðarhafs kús kús

Jæja, eitt hvað verður að borða sem meðlæti með þessum grilluðu kóríander kjúklingastrimlum. Ég er að vanur að leggja smá metnað í gera gott meðlæti með svona einföldum mat, og er kús kús afar ódýrt hráefni sem má gera að veislumat. Eina sem þarf er smáhugmyndaflug og hér er grunnuppskrift sem þið breytið svo sjálf eftir hvað við á:

Hráefni:

  • cous-cous-041resize.jpgKús kús 3 dl.
  • 1 mjög smátt saxaður laukur
  • 1 msk. síturónu ólívuolía
  • 2 tsk. Koríanderduft
  • 1. msk. Basíl olía
  • Niðurbrytjuð paprika
  • Niðurbrytjuð agúrka
  • 1. tsk. cuminn (gott krydd frá Marakó)
  • Salt og pipar eftir smekk 


Aðferð:

Setjið kús kúsið í skál ásamt olíum, kryddi og lauk. Sjóðið vatn og hellið 3. dl yfir og hrærið í með gafli eftir nokkrar mín. eða þegar þið sjáið að kús kúsið er orðið "fluffy" eða útþanið, þá hrærið í því með gafli til þess að leysa það í sundur. Setjið svo niðurbrytjaða papriku og akúrku í skálinu og þá er þetta tilbúið! Cool


Grillaðir kóríander kjúklingastrimlar

Ég var víst búinn að lofa nokkrum kreppuuppskriftum, og hér kemur sú fyrsta í röðinni sem ég eldaði nýverið fyrir 12 mannaboð og vakti þetta mikla lukku. Þessa þarf heldur ekki endilega að grilla, þetta má einnig steikja og er jafngott fyrir vikið.

Hráefni:

  • 1 pakki af ódýrum kjúkilngabringum
  • 4 msk sykur
  • Safi úr einni síturónu
  • Heil koríanderfræ (sem eru mulinn niður og dreift yfir)
  • Pottagaldra hvítlauksolía (enginn aukaefni í henni og afskaplega góð íslensk framleiðsla)
  • 2 tsk. mulinn koríander (duft)
  • 1/2 tsk. Chiliduft
  • 1 tsk. Paprikuduft (helst smoked paprika)

Aðferð:

Viðmiðunarmynd sem ég tók ekki sjálfurOfangreint er marenering, best er að láta þetta liggja yfir nótt eða í minnsta kosti tvo klukkutíma. Þegar þú ert tilbúinn að fara elda þá þarftu að skera bringurnar í hæfilega þunnar ræmur svo að þær komist uppá grillspjót.

Þegar grillspjótin eru tilbúinn þá finnst mér gott að skella kjúklingakryddinu frá pottagöldrum yfir, því ætíð ber að forðast allt salt í allar mareneringar, því annars þurrkar það kjötið upp og verður það ekki góður réttur. Þetta er svo steikt eða grillað og gott er að hella smávegis hunangi yfir að steikingu loknu, þess þarf ekki en þetta er betra.

Hvaða meðlæti er sem er hentar með þessu, en ég mæli með kús kús og sætri chillisósu

Njótið vel!  Cool


Yndisleg tíðindi

Ég meira að segja táraðist þegar ég las þessa frétt ... yndislegt alveg! Ég bið þessari einstæðu ungu móður Guðs varðveislu og blessunar. 

 

red_rose2

 

 

 


mbl.is Einstæð móðir fékk lottóvinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirmynd þessi kona og getum við lært af henni

Um leið og ég vil óska þessari konu til hamingju með tíræðisafmælið þá vil ég aðeins fjalla um hvað við getum gert á krepputímum.

Svona var þettaTökum eftir sögu okkar kæru Íslendingar og hættum að um efni fram. Söfnum fyrir því sem við ætlum að eignast og reynum að byggja landið aftur upp og stoðum reyndari kynslóðar, þar sem okkar kynslóð hefur gersamlega klúðrað öllu. En ef við fylgjum fordæmi þessar góðu konu, þá getum við ýmislegt lært, því hún er af þeim stofni sem kunni að nýta allt hráefni til hins ýtrasta.

En hvernig gerum við það þá?

Sjálfur er ég skuldlaus og er það ekki að ástæðulausu, ég er ekki heilagur og gerði mín mistök í gervigóðærinu eins og aðrir og hef þurft að gjalda þess, en með hjálp fjölskyldu minnar, þó sérstaklega foreldra minna höfum við klórað okkur í gegnum þetta, þ.e.a.s. ég og eiginkona mín.

Ég er með nokkur kreppuráð ef einhver vill hlusta, og hef ég sparað mér stórfé með nokkrum einföldum leiðum.

  • Kreditkort er neyðartæki og ber að nota sem slíkt, ef ég er í algeru hallæri þá nota ég það, og reyni að  greiða upp alla eða hluta af skuldinni um næstu mánaðarmót.

  • Afþakka pappír í öllum viðskiptum, útskriftargjöld eru yfirleitt í kringum 300 krónur sem eru 3000 kr. yfir árið. Ef við segjum upp öllum pappírsviðskiptum, segjum við fimm fyrirtæki (sími, hiti, rafmagn o.s.f.v.) þá spörum við 15000 kr. á árið.

  • Tökum okkur á í munaði, við hjónin höfum t.d. aldrei haft áskrift af Stöð2 eða neinu slíku, eina sem við leyfum okkur er analog breiðbandslykill með ódýrasta pakkanum sem er um ca. 1200 kr. á mán. Á móti 24.060 kr. sem er fullur pakki hjá Stöð2.

  • Nýta sér tilboð, hver svo sem gerir það ekki, en ég vil benda sérstaklega á að nota útgefna lykla frá bensínstöðvunum, og hafa auga með hvar ódýrasta bensínið er. 

  • Hendum ekki flöskum og dósum, seljum þær til endurvinnslu. Þetta segir sjálft og er því miður ekki nógu algegnt að fólk nýti sér.

  • Hættum að henda matarleifum, það er stundum sorglegt hvað ein fjölskylda hendir af mat. Sumir vita ekki einu sinni hvað það er að borða "afganga". Nýtum þessa afganga til annarra rétta og hættum þessari endalausu sóun.

  • Ódýrt hráefni þarf ekki að vera slæmt. Það eru ábyggilega 10000 uppskriftir sem má t.d. vinna úr nautahakki, og er vel hægt að gera góðan veislumat úr því. Hver veit nema ég birti nokkrar kreppuuppskriftir ef hljómgrunnur er fyrir því.

  • Notum sparperur, ég skipti jafnóðum út gömlu perunum fyrir sparperur, og ekki voru þær lengi að borga sig upp. Tvær perur sem ég keypti í IKEA mánuðinum (þær eru langódýrastar þar) áður lækkuðu rafmagnsreikninginn um rúmar 2 þús. kr.!

  • Kaupum íslenskt, með því komum við fjármagni aftur á hreyfingu og styrkjum íslenskan iðnað sem og íslensk störf, sumar vörur eru aðeins dýrari en ég er tilbúinn til þess að borga hærra verð til þess að halda fólki í vinnu og skapa gjaldeyrinn sem okkur svo skortir.

Ég er sjálfsagt að segja hluti sem allir vita, en mín skoðun er sú að stundum er góð vísa ekki of oft kveðinn. Ég þakka lesturinn og Guð blessi ykkur öll!


mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum öll !!

c_jonas_vi_ar_desktop_skopmyndir_iceslave_svin_866113.jpgÉg er loksins búinn að ná mér af ógleðiskastinu sem ég fékk um daginn, varðandi Icesave. Nú set ég upp hanskanna aftur og ætla að mæta á þennan samstöðufund.

Ég hvet alla sem vettlingi geta haldið að, mótmæla þessu mesta óréttlæti sem hellt hefur verið yfir Íslensku þjóðina. 

 

tum öll! Cool


mbl.is Samstöðufundur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 587834

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband