Sanngirni í samskiptum

Það er langt síðan að ég hef tjáð mig í bloggheimum, en það er ekki þar með sagt að ég hef ekki reynt að fylgjast með hvað er að gerast. Einu hef ég tekið eftir hjá okkur sem köllum okkur íslendinga, okkur skortir talsverða sanngirni. Oft á tíðum erum við alveg hrikalega kröfuhörð og höfum stundum óraunhæfar væntingar til hvors annars. Ekki á það reyndar við í öllum tilfellum þar sem er mismundi einstaklinga að ræða.

Vegum og metum vandamálinÞetta viðhorf getur verulega eyðilagt öll vitræn samskipti milli manna, sér í lagi ef menn eru verulega ósammála.  Við sitjum uppi með að kynnast einstaklingum sem er ekki sömu skoðunar og við í gegnum allt lífið, og gerum við oft á tíðum mistök í þessum samskiptum.  Við verðum því að læra að virða þau viðmið og skoðunum sem við kunnum að vera ósammála, og mikilvægt er að kynna sér af hverju ágrenningur er kominn upp, því stundum er það augljóst og stundum hulið, og er hið hulda stundum erfitt að koma auga á í samskiptum milli manna.

Galdurinn við góð samskipti er að gera engar kvaðir á fólk að vera eins þú, leyfum fólki að eiga sitt og vera öðruvísi, ræðum hlutina með opnum huga og sleppum því að dæma náungann því hann er annarrar skoðunar en þú.

Ég hef verið í mikilli naflaskoðun síðustu vikur og komist að því að ég er sjálfur sekur um endalausa gagnrýni á aðra sem ég er ósammála. Ég hef verið sleggjudómari og dauðsé eftir því, og bið þá afsökunar sem ég hef gagnrýnt, þó sérstaklega aðventista og múslima.

Virðing fyrir skoðunum annarra finnst mér mikilvæg, svo lengi sem sú skoðun er ekki beinlínis hættuleg. Á þessu byggist sá hæfileiki sem margir hafa glatað, og hann er að hlusta og vera þolinmóð. Enginn er að segja að við eigum að láta allt yfir okkur ganga, en ég trúi að náungi minn á sama rétt og ég til þess að hafa sína skoðun.

Við megum ekki gleyma okkur í verja rétt okkar í eigin hugsunum, því ein mikilvægasta setningin er og gleymist alltof oft að spyrja: „hvað finnst þér?"

Verum varkár þegar við gagnrýnum náunga okkar,  og flækjum okkur ekki í vandamálum annarra. "Hver hefur sett mig skiptaráðanda yfir ykkur?" spurði Jesús mann einn sem kvartaði við hann um ósanngjarna skiptingu arfs sem hann og aðrir nákomnir hlutu.

Ef við erum kröfuhörð, stjórnsöm, smámunasöm og ósveigjanleg í samskiptum, þá missum við vini og kunningja. Það segir sig sjálft.

Enda svarið við öllu þessu er þessi tæri og afar einfaldi boðskapur: „elskum náunga okkar eins og hann væri við sjálf." Á þessum orðum byggir öll mín skoðun, og vona ég að við getum öll farið að róa okkur og leita svara með réttlæti og auðmýkt að leiðarljósi.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


Barrátta Ólafs F. gegn mútuþægni verður að halda áfram!

Ég er búinn að fá nóg af gerspilltum lýðræðislegum kjörnum fulltrúum sem eiga að heita að stjórna þessu landi, og þess vegna styð ég Ólaf heilshugar í hans góðu barráttu gegn spillingu og afneita honum ekki eins og fyrrverandi félagar mínir úr F-listanum. 

Mér gæti ekki verið meira sama hvaða bókstafur er við hann kenndan, en barráttu hans styð ég heilshugar, hvort sem það heitir F eða óháður, ég hef hvort sem er litið á hann sem óháðan síðan hann klauf sig frá F-listanum! 

Svona menn er nauðsynlegir til þess að halda aftur af því fólki sem hefur misnotað aðstöðu sína, og er það einmitt hans hlutverk að benda á kýlin þegar þau skjóta upp sínum ljóta kolli. Og hvet ég Ólaf heilshugar að halda ótrauður áfram í því góða starfi sem hann hefur verið að sinna, þótt að það fari fyrir brjóstið á mörgum borgarfulltrúanum. Joyful

Helga Guðrún Eiríksdóttir, sem stýrir stuðningsmannasíðu forseta Íslands, hefur nú opnað nýja baráttusíðu til stuðnings Ólafi F Magnússyni geng mútuþegum.

Lengi lifi réttlætið og burt með spillinguna! Cool


mbl.is Afneita Ólafi F. Magnússyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangur lífsins?

Í tilefni þess að Jóhanna vinkona skrifaði stutta grein um „tilganginn", þá varð það til þess að hennar orð veittu mér innblástur til þess að fara blogga aftur.

Jóhanna fer mjúku leiðina að þessu og talar um góðverk og þess háttar, allt þetta sefar sálartetrið og gefur hverjum manni þá sálarró og ánægju sem allir þurfa til þess að upplifa sanna ánægju. En hvaða svar er til þá við þessari stóru spurningu? Þ.e.a.s. tilgangi lífsins? Og hvar kemur kristinn trú þarna inn í mitt líf?

Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig

VonSagði Jesús á sínum tíma, og held ég að tilgangur lífsins sé að megin hluta vegna þeirra ástar sem við búum yfir. En hver er sú ást? Er hún aðeins til maka, foreldra, barna og nánustu vina? Nei, það er ekki svo einfalt. Við verðum að læra að náungi okkar getur verið hver sem er. Það skiptir ekki máli í hvaða flokki hann er, hvaða íþróttafélag hann styður, eða hvaða trúar hann er. Náungi okkar er sá sem við mætum á götunni. Hann er sá sem við situr við hliðina á þér í strætó, eða jafnvel manneskjan í næsta bíl við þig. Ef einhver er í neyð, skaltu ætíð spyrja þig: „hvernig myndi ég vilja að komið væri fram við mig í þessari aðstöðu?" Fleira má sjálfsagt tína til, því mörg eru dæmin, en þið skiljið vonandi hvað ég er að fara. Horfum ekki framhjá neyð náunga okkar, öll erum við af sama stofni.

Til kristinna manna

Ég er enginn engill, og er syndum hlaðinn eins og allir aðrir. Ég hef alveg gerst sekur um allskyns tillitsleysi til náunga míns. En hvernig má lagfæra vandamálið?

Charles F Banning ritaði eitt sinn:

„Við erum allt of mörg sem höfum kristilegan orðaforða, fremur en góða kristilega reynslu."

Er það ekki málið? Eigum við sem kristin eru ekki að vera fyrirmynd af trú okkar? Er það ekki á okkar ábyrgð að koma fram af kærleika og ást? Gerum við slíkt bara á sunnudögum? (eða á laugardögum, ef það virkar betur) Nei! Við getum gert betur og hvet ég alla kristna sem ókristna sem þetta lesa að gera betur. Því ekki er þetta flókið, og sér í lagi á erfiðum tímum eins og Ísland hefur fengið yfir sig vegna heimskulegra verka nokkrar siðspilltra mammóns dýrkenda.

Boðskapurinn er einfaldur, og aðferðin einföld. Elskum náunga okkar eins og við sjálf ættum í hlut, það tel ég vera tilgang lífsins og allt annað er bara lífið sjálft. Það er að minnsta kosti mín skoðun. Cool

Góðar stundir.


Alþjóðleg bænavika

SættumstJæja kæru trúsystkini. Nú er tími til þess að slíðra sverðin og gera það sem Jesús skipaði okkur að gera, og standa saman að samkirkjulegri bænaviku. Um er að ræða ALLA kristna söfnuði landsins sem standa að þessu, og gladdi það mig mjög að sjá forstöðumann Aðvent kirkjunnar vera með ritningarlestur ásamt forstöðumanni mínum á sunnudaginn var. Cool Sem kom skemmtilega á óvart, því ég og Friðrik Schram, prestur kirkju minnar, höfum ekki legið á okkur skoðunum varðandi Aðvent söfnuðinn og margar skoðanir þeirra.

Þetta er svo dagskráin fyrir bænavikuna:

Dagskrá bænavikunnar á höfuðborgarsvæðinu

Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Útvarpsmessa í Dómkirkjunni með þátttöku allra trúfélaganna. Predikun: Högni Valsson, forstöðumaður í Veginum.

Sunnudagur 17. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Kristskirkjunni. Ræðumaður: María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 12.00
Hádegisbænastund í Dómkirkjunni.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 19.00
Blessunarathöfn í sjónum við Nauthólsvík á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Bænastund hjá Hjálpræðishernum

Miðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund í Friðrikskapellu.

Fimmtudagur 21. janúar kl. 18.30
Bænastund í Landakotskirkju.

Fimmtudagur 21. janúar kl. 20.00
Samkoma hjá Hjálpræðishernum. Ræðumaður: Þorvaldur Víðisson miðborgarprestur

Föstudagur 22.janúar kl. 20.00
Samkoma í Aðventkirkjunni. Ræðumaður: Friðrik Schram, prestur og forstöðumaður Íslensku Kristskirkjunnar.

Laugardagur 23. janúar kl. 20.00
Sameiginleg samvera í húsnæði SALT, Háaleitisbraut 58-60, með þátttöku allra trúfélaga. Ræðumaður: Jón Þór Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.

Dagskrá bænavikunnar á Akureyri

Sunnudagur 17. janúar kl. 11.00
Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri.

Mánudagur 18. janúar kl. 20.00
Bænastund í Hvítasunnukirkjunni

Þriðjudagur 19. janúar kl. 20.00
Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, 

Miðvikudagur 20. janúar kl.12.00
Bænastund á Hjálpræðishernum, 

Fimmtudagur 21. janúar kl. 12.00
Kyrrðar og fyrirbænstund í Akureyrarkirkju,

Fimmtudagur 21. janúar klukkan 20.00
Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Hvítasunnukirkjunni, ræðumaður Níels Jakob Erlendsson frá Hjálpræðishernum.

Laugardagur 23. janúar kl. 12.00
Samkoma í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi

Sunnudagur 24. janúar
Bænavikunni lýkur í guðsþjónustum safnaðanna

Ég ætla meira að segja að reyna að mæta til aðventista ásamt forstöðumanni mínum (ef ég kemst) og sýna samhug í verki. Menn þurfa ekki að vera svarnir óvinir þótt ósammála séum í örfáum atriðum. Ekki satt JanusWink

Slíðrum sverðin og tökum höndum saman á þessum neyðartímum, jarðskjálftinn Haítí, staða Íslands og fleira þarfnast fyrirbænar! Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér “, sagði merkur maður eitt sinn, og reynum að fylgja hans vitru orðum.  Cool


♫♫ Gleðilegt ár! ♫♫

Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með þetta kraftaverk, að móðir og barn skuli lifna við og það á sjálfu aðfangadagskvöldi er auðvitað bara stórkostlegt!

 

gledilegt_ar2.jpg

 

En gleðilegt ár allir! Og þakka ég öllum gamalt og gott!


mbl.is Kraftaverk á jólum: móðir og barn lifnuðu við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð!

faeding_jesu_945202.jpgÍ dag minnumst við fæðingu frelsarans, og vil ég óska öllum því góða fólki sem ég hef kynnst hér um netheima gleðilegra jóla.

Mikið er ég feginn að ég forsjáll og  var búinn að sjá um jólagjafainnkaup fyrir Þorláksmessu og laus við allar biðraðir og tilheyrandi geðveiki. Við hjónin kaupum nefnilega yfirleitt jólagjafir yfir allt árið, sér í lagi þegar góð tilboð eru, þá grípum við gæsina! Cool

Þessi ráðstöfun hefur sparað okkur stórfé, en auðvitað situr eitt og eitt eftir, og slíkt gerum við sem betur sjaldnast á seinustu stundu! 

Annað var það nú ekki, en jú auðvitað: munum eftir þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar.

Guð blessi ykkur og geymi yfir hátíðarnar! 


mbl.is Jólastemning í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíldardagurinn og helgi hans

Ég er lútherskur maður, og held hvíldardaginn uppá sunnudag. Sumir gallharðir aðventistar vilja meina að ég sé einhver „lögmálsbrjótur" og jafnar því við að ég sé að brjóta eitthvert af boðorðunum tíu fyrir það eitt að hegla sunnudeginum Guði. Þessi farísei borðar heldur ekki svínakjöt, heldur að jörðin sé 6000 þúsund ára og er bókstafstrúarmaður með meiru! Shocking

Þessi maður heitir Halldór Magnússon er víðfrægur um bloggheima, sér í lagi fyrir einarða afstöðu sína og þrjósku. Whistling  Nýjasta uppátækið hans, er að ráðast á prest minn, Friðrik Schram í Íslensku Kristskirkjunni, og fer hann föstum skotum á Friðrik þar sem hann lýsir honum sem lögmálsbrjót og hinn mesta syndasel, sem er svo fjarri lagi að hálfa væri hryllingur.

Ég mótmæli því harðlega þessum staðhæfingum, en lítum aðeins yfir nokkrar staðreyndir um helgihald á sunnudögum.

Sunnudagurinn sem er alþjóðlegur hvíldardagur kristinna manna, af því að hann er dagur upprisunar (sem átti sér stað daginn eftir hvíldardaginn). Lítum á nokkur mikilvæg atvik þar sem Jesús birtist upprisinn í holdi á sunnudögum:

  1. Hann birtist Maríu, á morgni upprisunar -  Matt 28:8-10, Mark 16:9 og Jóh 20:11-18.
  2. Hann birtist tveimur lærisveinum á leið til Emmaus - Lúk 24:13-33 og Mark 16:12-13.
  3. Hann birtist Símon Pétri - Lúk 24:31-35.
  4. Hann birtist ellefu lærisveinum að kveldi upprisudagsins. Mark 16:14-18, Lúk 24:36-44 og Jóh 20:19-23.
  5. Hann birtist ellefu lærisveinum „átta dögum seinna" - Jóh 20:26-29.

Hvað segir ofangreindar staðreyndir okkur? Jú, að á Hvítasunnu fæddist kirkjan! Enginn er að segja að hvíldardagurinn sé ekki á laugardegi, en ofangreint segir hins vegar að þessi ríka áhersla á laugardaginn er ekki eins rík og er haldið fram af hópum eins og aðventistum.

Þegar einhver dagur er nefndur í sambandi við upprisu Jesú, þá gerist það ætíð á sunnudegi! Förum aðeins betur yfir það:

  1. Jesús lét þeim bregða með því að birtast þeim á fyrsta degi vikunnar. - Jóh 20:27-28.
  2. „Efasemda" Tómas lofsamaði hann á sunnudegi. - Jóh 20:27-28.
  3. Á sunnudagskvöldi tók Jesús brauð sem hann blessaði og braut handa lærsveinum sínum. Hann hélt sakramenti (heilaga kvöldmáltíð) að kveldi sunnudags og útfrá því varð það hefð hjá fylgjendum hans og lærisveinum. - Lúk 22:19.
  4. Hann veitti lærisveinum það vald að fyrirgefa í sínu nafni fyrir þá sem á hann trúa í gegnum fagnaðarerindið. - Jóh 20:23.

Út frá þessum einföldu staðreyndum má segja að sú hefð sem kristnir fylgja er að fordæmi Jesú. Enda erum við ekki gyðingar, og er það skírt tekið fram í nýja testamentinu að við erum taldir „heiðingjar" eða „gentiles", það orð var oft notað um þá sem ekki gyðingar voru.

Aðventistar og fleiri vilja greinilega ólmir umskera okkur hina og gera okkur að gyðingum. Þeir virðast vilja leggja á okkur þær sömu kvaðir í sumum tilfellum og farísearnir til forna.

Því afar mikilvægt atriði í þessu er að Jesús uppfyllti lögmálið, maður sem vann oft á hvíldardögum og húðskammaði faríseana fyrir að taka þessu svona bókstaflega. Jesús er herra hvíldardagsins, og tel ég mig öngva synd drýgja með því að hafa helgihald mitt uppá sunnudag. Ég er ekki gyðingur né farísei, og reyni eftir fremsta megni að fylgja boðskap Jesú Krists!

Guð blessi sunnudaga og alla daga, hvíldardagurinn var vissulega á laugardegi ... hjá gyðingum! Það er ekki endilega víst að þetta eigi við alla! Gleymum því ekki og hættum að þræta um lögmálsatriði og boðum trúna, við boðum hana ekki með því að leggja á fólk kvaðir eins og banna svínakjöt - og skelfisksát. Þrætum ekki um smáatriði og sýnum fram á elsku Jesú, ekki hvað sumir kristnir hópar, þó sérstaklega aðventistar geta verið smámunasamir.

 
 Góðar stundir og þakka ég lesturinn.

Lofsvert framtak Eyjunnar.is

Ég tek ofan fyrir starfsmönnum eyjunnar að boða til þessa fundar. Það þýðir greinilega ekki að bíða eftir svari frá forseta vorum um hvort "gjá sé kominn á milli þings og þjóðar", þrátt fyrir að fleiri undirskriftir hafi safnast á InDefence en árið 2004, þegar Ólafur synjaði lögunum um fjölmiðla árið 2004.

Hans eigin orð eru þessi:

10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

11. Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum og vísa því á þann hátt í dóm þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni skal sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram „svo fljótt sem kostur er."

12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagnrýni á Alþingi né á ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Eingöngu sú niðurstaða að farsælast sé fyrir okkur Íslendinga að þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn dóm. Við búum að stjórnskipan, þar sem forseti Íslands og aðrir kjörnir fulltrúar sækja vald sitt og umboð til hennar. Þjóðin hefur samkvæmt stjórnarskránni síðasta orðið.

Ef forsetinn bregst, þá verða menn að gera eitthvað. Þess vegna er framtak eyjunnar.is lofsvert!

Góðar stundir.


mbl.is Boða rafræna þjóðarkosningu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurkoma trúmannsins ...

Jæja, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar og nokkrar áskoranir þá ætla ég að snúa aftur á moggabloggið. Ég mun hafa þann háttinn á að ég birti sömu greinar á báðum stöðum. Cool

Ég vona að ég verði meira til gagns en ógagns, og vona ég að þið fyrirgefið þetta hringl á mér og verð ég greinilega að losa mig við þetta áfasta framsóknargen.

En öllu gamni sleppt hlakka til að sjá ykkur aftur og ræða málin! Smile


test

.

Samskipti guðleysingja og trúaðra

Eru guðleysingjar siðlausir? Horft frá augum trúaðs manns Ef þú þarft að spyrja þig ofangreindar spurningar þá er svarið NEI! Ég trúi ekki að ég sé að verja þennan hóp, en mér leiðast ósannar dylgjur og það virðingarleysi sem stundum einkennir umræður á...

Guði sé lof !

Ég segi ekki meir!

Kveðjublogg

Jæja nú er undirritaður orðinn Eyjubloggari, ég var að fá aðganginn núna í morgun. Ég mun framvegis vera á slóðinni: http://blog.eyjan.is/gudsteinn/ Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína hingað í gegnum tíðina, sérstaklega þá umsjónarmönnum...

Níðingsverk!

Reiði sem þessi er aldrei góð, og uppsker aðeins illvirki sem þessi atburður er. Skemmdarverk á eigum annarra er álíka tilgangslaus, bíðum frekar eftir dómsstólum að taka á þessum fjárglæframönnum, það tekur tíma en þolinmæði er stundum afskaplega góð...

Flottur Ögmundur!

Skilaboðin sem þú sendir eru skýr, hann vill ekki skuldsetja Íslendinga langt fram í tímann með Icesave. Ég tek ofan fyrir þér Ögmundur, og tel þig mann meiri og mann sem er trúr hugsjón þinni ofar þeirri valdagræðgi sem virðist einkenna flokksfélaga...

Guðsteinn.is - mín eigin heimasíða kominn í loftið!

Ég var ásamt góðum vini mínum að setja upp heimasíðu. Hún á eftir að gegna þeim tilgangi að vera eins konar portfolíó fyrir mig og kem ég til með að nota hana til þess að koma mér á framfæri. Arnar Geir Kárason er sá sem hjálpaði mér hvað mest við þetta,...

Af hverju halda aðventistar að jörðin sé 6000 ára gömul?

Margir sem hafa rætt við aðventistann Mofi/Halldór Magnússon hafa orðið vör við staðfestu hans við þá kenningu að jörðin sé aðeins 6000 þúsund ára. En af hverju stafar þessi staðfasta trú þeirra? Ég fór á stúfanna og fór að rannsaka þá, og fann nokkrar...

Fólk flýr blog.is - Opið bréf til ritstjórnar blog.is

Ég er með marga bloggvini, og það eru að hrúgast inn skilaboð í einkaskilaboðakerfinu frá fólki sem ætlar að yfirgefa blog.is í mótmælaskyni við ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra morgunblaðsins. Einstakir, sem þó eru færri fagna svo ráðningu Davíðs...

Mín dýpsta samúð til starfsmanna Morgunblaðsins

Ég votta þeim starfsmönnum sem misst hafa vinnu sína í dag, mínar dýpstu samúðarkveðjur - því ég af öllum veit hvað það er að lenda í svona og tekur þetta verulega á mann andlega. Ég bið fyrir ykkur og fjölskyldum ykkar og vandamönnum. Eina...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 587745

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband